Enski boltinn

Peter Bonetti látinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Goðsögn.
Goðsögn. vísir/getty

Peter Bonetti er látinn, 78 ára að aldri, eftir að hafa glímt við erfið veikindi undanfarin ár. Bonetti er næstleikjahæsti leikmaður í sögu enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea.

Bonetti er minnst á heimasíðu Chelsea í dag en hann er í miklum metum hjá félaginu. Hann lék alls 729 leiki fyrir Chelsea á árunum 1959-1979.

Bonetti lék stöðu markvarðar og þótti afar lipur á milli stanganna. Hann fékk viðurnefnið „Kötturinn“ hjá stuðningsmönnum Chelsea.

Hann var hluti af Heimsmeistaraliði Englendinga 1966 en sat á varamannabekknum allt mótið. Það reyndist hlutskipti hans lengstum með enska landsliðinu enda var Gordon Banks aðalmarkvörður Englands þegar Bonetti var að spila. Spilaði Bonetti sjö A-landsleiki fyrir Englendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×