Vígahópar stjórna landamærum Kólumbíu og Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:15 Þrátt fyrir tilraunir hefur öryggissveitum mistekist að ná tökum á svæðinu. EPA/MIGUEL GUTIÉRREZ Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm. Kólumbía Venesúela Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm.
Kólumbía Venesúela Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira