Frjálsíþróttakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, gerði sér lítið fyrir og náði í þrjú gull á Reykjavíkurleikunum í dag.
Bæði innlendir og erlendir keppendur voru mættir til leiks í Laugardalshöll í dag en þar mátti finna keppendur frá Svíþjóð og Bretlandi meðal annars.
Guðbjörg Jóna kom fyrst í mark í 60 metra hlaupi sem og 200 metra hlaupi en einnig var hún í sigursveit Íslands í boðhlaupi kvenna; 4x200 metra hlaupi.
Öll úrslit dagsins má finna á vef frjálsíþróttasambandsins eða með því að smella hér.

