AC Milan mistókst að leggja Verona að velli | Immobile markahæstur í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2020 16:00 Úr leik dagsins. Vísir/Getty AC Milan lék án Zlatan Ibrahimovic í dag og það sást á leik liðsins er liðið gerði 1-1 jafntefli við Hellas Verona á heimavelli. Þá skoraði Ciro Immobile tvö mörk í 5-1 sigri Lazio sem gerir hann að markahæsti leikmanni Evrópu um þessar mundir. Davide Faraoni kom gestunum í Verona yfir á 13. mínútu en Tyrkinn Hakan Calhanoglu jafnaði metin þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Þannig var staðan í hálfleik og allt til leiksloka. Sofyan Amrabat fékk reyndar beint rautt spjald á 68. mínútu og gestirnir því manni færri síðustu 22 mínútur leiksins. Heimamenn voru næstum búnir að nýta sér það en þeir áttu skot í stöng í uppbótartíma. Nær komust þeir ekki og niðurstaðan því jafntefli, 1-1. AC Milan er þar með komið upp í 6. sæti deildarinnar með 32 stig, jafn mörg og Cagliari en Milan hafa betur á innbyrðis viðureignum. Framherjinn Ciro Immobile skoraði tvívegis í dag er Lazio vann 5-1 sigur á SPAL. Þar með er hann kominn með 24 mörk í 21 leik á leiktíðinni en enginn hefur skorað fleiri mörk í stærstu fjórum deildum Evrópu. Lazio komst þar með upp í 2. sætið með 49 stig, fimm stigum minna en topplið Juventus. Ciro Immobile has now scored 24 goals in 21 league games so far this season, more than any other player in Europe's top five divisions. Incredible form. pic.twitter.com/jziNF8HiAD— Squawka Football (@Squawka) February 2, 2020 Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus í engum vandræðum með Fiorentina | Ronaldo enn sjóðheitur Juventus, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, átti í engum vandræðum er Fiorentina kom í heimsókn í dag. Lokatölur 3-0 meisturunum í vil. 2. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
AC Milan lék án Zlatan Ibrahimovic í dag og það sást á leik liðsins er liðið gerði 1-1 jafntefli við Hellas Verona á heimavelli. Þá skoraði Ciro Immobile tvö mörk í 5-1 sigri Lazio sem gerir hann að markahæsti leikmanni Evrópu um þessar mundir. Davide Faraoni kom gestunum í Verona yfir á 13. mínútu en Tyrkinn Hakan Calhanoglu jafnaði metin þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Þannig var staðan í hálfleik og allt til leiksloka. Sofyan Amrabat fékk reyndar beint rautt spjald á 68. mínútu og gestirnir því manni færri síðustu 22 mínútur leiksins. Heimamenn voru næstum búnir að nýta sér það en þeir áttu skot í stöng í uppbótartíma. Nær komust þeir ekki og niðurstaðan því jafntefli, 1-1. AC Milan er þar með komið upp í 6. sæti deildarinnar með 32 stig, jafn mörg og Cagliari en Milan hafa betur á innbyrðis viðureignum. Framherjinn Ciro Immobile skoraði tvívegis í dag er Lazio vann 5-1 sigur á SPAL. Þar með er hann kominn með 24 mörk í 21 leik á leiktíðinni en enginn hefur skorað fleiri mörk í stærstu fjórum deildum Evrópu. Lazio komst þar með upp í 2. sætið með 49 stig, fimm stigum minna en topplið Juventus. Ciro Immobile has now scored 24 goals in 21 league games so far this season, more than any other player in Europe's top five divisions. Incredible form. pic.twitter.com/jziNF8HiAD— Squawka Football (@Squawka) February 2, 2020
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus í engum vandræðum með Fiorentina | Ronaldo enn sjóðheitur Juventus, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, átti í engum vandræðum er Fiorentina kom í heimsókn í dag. Lokatölur 3-0 meisturunum í vil. 2. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Juventus í engum vandræðum með Fiorentina | Ronaldo enn sjóðheitur Juventus, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, átti í engum vandræðum er Fiorentina kom í heimsókn í dag. Lokatölur 3-0 meisturunum í vil. 2. febrúar 2020 13:15