Erlent

Punxsutawney Phil spáir snemmbúnu vori

Andri Eysteinsson skrifar
Punxsutawney Phil í höndum borgarstjóra Punxsutawney árið 2014.
Punxsutawney Phil í höndum borgarstjóra Punxsutawney árið 2014. Vísir/Getty

Dagur múrmeldýrsins (e. Groundhog Day) var haldinn hátíðlegur í bandaríska bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna í dag. Við hátíðlega athöfn greindi frægasta múrmeldýr heims, Punxsutawney Phil frá því að hann hafi ekki séð skuggann sinn þegar hann skreið úr holu sinni í dag.

Því er von á snemmbúnu vori í ár samkvæmt gamalli þjóðtrú.

Þessi árlegi viðburður í smábænum er mörgum kunnur vegna kvikmyndarinnar Groundhog Day frá árinu 1993 og þar komst Bill Murray í námunda við dýrið goðsagnakennda.

Þúsundir manna fylgdust með athöfninni og fögnuðu ákaft þegar spádómur Phil var kunngjörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×