Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark Augsburg með einkar snyrtilegri hælsendingu.
Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen í gær þegar varnarmaðurinn Tin Jedvaj setti knöttinn óvart í eigið net. Staðan 1-0 Bremen í vil í hálfleik.
Í þeim síðari jafnaði Florian Niederlechner áður en Ruben Vargas skoraði sigurmarkið á 82. mínútu. Markið kom eftir að Augsburg vann boltann ofarlega á vellinum, Alfreð fékk sendingu og tók hann létt með hælnum í hlaupaleið Vargas sem slapp í kjölfarið einn í gegn.
Sá síðastnefndi kláraði færið af mikill yfirvegun og Augsburg landaði þremur mikilvægum stigum. Í viðtali eftir leik sagði Alfreð að hann væri sérstaklega ánægður með þennan mikilvæga sigur og að hann væri mjög glaður yfir þeirri einföldu staðreynd að þeir gætu fagnað þremur stigum.
Við Íslendingar fögnum því að Alfreð sé farinn að finna sitt gamla form en hann þarf að vera upp á sitt besta í umspilinu um laust sæti á EM sem fram fer í vor.
Augsburg er í 9. sæti deildarinnar með 26 stig.
Finnbogason presser:
— FC Augsburg (@FCA_World) February 1, 2020
"It was a super important victory! I am very happy that we can celebrate the 3 points!" pic.twitter.com/uNz1cEIAaf