Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 06:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fréttamannafundinum í gær. AP Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira