Innlent

Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra (t.h.) og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í mars þar sem samkomubann var kynnt. Alma Möller landlæknir stendur á bak við ráðherrana.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra (t.h.) og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í mars þar sem samkomubann var kynnt. Alma Möller landlæknir stendur á bak við ráðherrana. Vísir/Vilhelm

Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. Þetta staðfestir Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, í samtali við Vísi.

Blaðamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og sömuleiðis sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Þá verður hann í textalýsingu í vaktinni hér að neðan fyrir þá sem eiga þess ekki kost að hlusta eða horfa í beinni.

Á fundinum verða næstu skref og aðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar kynntar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynna aðgerðir og svara spurningum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður einnig á fundinum ásamt þeim  Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. 

Uppfært: Fundinum er lokið og má sjá útsendinguna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×