Íraski herinn sagður vanbúinn og ófús guðsteinn bjarnason skrifar 27. maí 2015 09:30 Íraskir hermenn. Þessir standa vörð í Jurfal-Sakher, um 50 kílómetra suður af Bagdad. nordicphotos/AFP Eftir að vígasveitir Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi í Anbar-héraði nokkuð skyndilega á sitt vald fyrir rúmlega viku hafa Bandaríkjamenn sakað íraska herinn um skort á baráttuvilja: „Við getum þjálfað þá, við getum útvegað þeim herbúnað, en við getum ekki gefið þeim baráttuviljann,“ sagði Ashton Carter varnarmálaráðherra. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, dró þó í land eftir að Írakar brugðust ókvæða við þessum ásökunum. Hann sagði Bandaríkin vissulega gera sér grein fyrir hugrekki íraskra hermanna og þeim miklu fórnum sem þeir hafa fært. Nú hefur íraski herinn tilkynnt að gagnsókn sé hafin og stefnt sé að því að ná Ramadi aftur hið fyrsta úr höndum vígasveitanna. Jafnframt er reynt að leita svara við því hvers vegna íraski herinn flúði mótstöðulítið frá Ramadi þegar vígasveitirnar réðust inn í borgina, þótt herinn hefði verið með mun fjölmennara lið en innrásarsveitirnar. Samkvæmt samantekt á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel eru það ekki síst írösk stjórnvöld sjálf sem bera ábyrgðina á því að herinn í súnnía-héruðum Íraks er vanbúinn til að takast á við vígasveitir Íslamska ríkisins. Ástæðan er gagnkvæm tortryggni sjía og súnnía. Súnníar búa einkum í Anbar-héraði í vesturhluta Írans en í höfuðborginni Bagdad eru stjórnvöld að mestu í höndum sjía-múslima. Ríkisstjórnin er sögð hafa verið treg til að útvega hersveitum súnnía öflug vopn. Afleiðingin er sú að Íslamska ríkið hefur náð góðum árangri á svæðum súnnía í Anbar-héraði í vesturhluta landsins en orðið lítt ágengt á svæðum sjía-múslima í suðausturhlutanum, hvað þá í hinum sjálfstæðu Kúrdahéruðum í norðurhlutanum þar sem vígasveitirnar hafa jafnan mætt harðri mótspyrnu. Súnníarnir í Anbar-héraði telja ríkisstjórnina í Bagdad hafa brugðist sér illilega og segjast sumir jafnvel frekar kjósa að búa við ofríki Íslamska ríkisins en afskiptaleysi stjórnarinnar í Bagdad. Bæði Bandaríkin og Íran hafa stutt stjórnina í Bagdad í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa gert loftárásir og einnig útvegað sérsveitum íraska hersins þjálfun og búnað. Það eru þessar sérsveitir sem hafa borið hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira
Eftir að vígasveitir Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi í Anbar-héraði nokkuð skyndilega á sitt vald fyrir rúmlega viku hafa Bandaríkjamenn sakað íraska herinn um skort á baráttuvilja: „Við getum þjálfað þá, við getum útvegað þeim herbúnað, en við getum ekki gefið þeim baráttuviljann,“ sagði Ashton Carter varnarmálaráðherra. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, dró þó í land eftir að Írakar brugðust ókvæða við þessum ásökunum. Hann sagði Bandaríkin vissulega gera sér grein fyrir hugrekki íraskra hermanna og þeim miklu fórnum sem þeir hafa fært. Nú hefur íraski herinn tilkynnt að gagnsókn sé hafin og stefnt sé að því að ná Ramadi aftur hið fyrsta úr höndum vígasveitanna. Jafnframt er reynt að leita svara við því hvers vegna íraski herinn flúði mótstöðulítið frá Ramadi þegar vígasveitirnar réðust inn í borgina, þótt herinn hefði verið með mun fjölmennara lið en innrásarsveitirnar. Samkvæmt samantekt á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel eru það ekki síst írösk stjórnvöld sjálf sem bera ábyrgðina á því að herinn í súnnía-héruðum Íraks er vanbúinn til að takast á við vígasveitir Íslamska ríkisins. Ástæðan er gagnkvæm tortryggni sjía og súnnía. Súnníar búa einkum í Anbar-héraði í vesturhluta Írans en í höfuðborginni Bagdad eru stjórnvöld að mestu í höndum sjía-múslima. Ríkisstjórnin er sögð hafa verið treg til að útvega hersveitum súnnía öflug vopn. Afleiðingin er sú að Íslamska ríkið hefur náð góðum árangri á svæðum súnnía í Anbar-héraði í vesturhluta landsins en orðið lítt ágengt á svæðum sjía-múslima í suðausturhlutanum, hvað þá í hinum sjálfstæðu Kúrdahéruðum í norðurhlutanum þar sem vígasveitirnar hafa jafnan mætt harðri mótspyrnu. Súnníarnir í Anbar-héraði telja ríkisstjórnina í Bagdad hafa brugðist sér illilega og segjast sumir jafnvel frekar kjósa að búa við ofríki Íslamska ríkisins en afskiptaleysi stjórnarinnar í Bagdad. Bæði Bandaríkin og Íran hafa stutt stjórnina í Bagdad í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa gert loftárásir og einnig útvegað sérsveitum íraska hersins þjálfun og búnað. Það eru þessar sérsveitir sem hafa borið hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira