Finnst skemmtilegast í utanvegahlaupum Jón Hákon Haldórsson skrifar 27. maí 2015 10:00 Tómas Þór og eiginkona hans eiga fjögur börn. Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann. Wow Cyclothon Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann.
Wow Cyclothon Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira