Þykir æðislegt að sjá tónlist sína smella saman við þættina Broadchurch Guðný Hrönn skrifar 22. apríl 2017 14:15 Ólafur Arnalds samdi tónlistina fyrir þættina Broadchurch sem fara í sýningu á Stöð 2 á sunnudag. Mynd/Marino Thorlacius Þriðja serían af þáttunum Broadchurch er að hefjast og líkt og í fyrri seríum samdi Ólafur Arnalds tónlistina. Það krefst vissulega mikillar vinnu að semja tónlist fyrir heila þáttaröð þannig að eftir törnina núllstillti Ólafur sig í heimsreisu. „Já, 100 prósent,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds aðspurður hvort hann þurfi að taka mikið tillit til handritsins í tónsmíðunum, en hann sér um tónlistina í bresku þáttunum Broadchurch. „Ég les yfirleitt handritin fyrst og byrja svo að semja eitthvert þema og fíling. Og þegar ég fæ einhverjar klippur get ég svo farið í það að semja beint við myndina. Þannig að maður er ekkert að semja lög út í loftið og reyna að láta þau passa,“ útskýrir Ólafur. Ólafur segir að þeir Chris Chibnall, höfundur þáttanna, séu gott teymi og samstarfið gangi vel enda hefur Chibnall greint frá því að tónlist Ólafs veiti honum innblástur. „Já, við erum náttúrulega búnir að vinna þessar þrjár seríur saman. Og hann sagðist einhvern tímann hafa labbað kvöldgöngutúrana sína með tónlistina mína í eyrunum. Það er auðvitað æðislegt þegar þetta smellur svona saman fyrir fram. Það er líka geggjað að heyra þegar manns eigin list veitir einhverjum öðrum innblástur í sinni sköpun. Líftími listarinnar lengist einhvern veginn þannig.“ Ólafur kveðst vera afar hrifinn af Broadchurch-þáttunum þó að sakamálaþættir séu almennt ekki hans tebolli. „En Broadchurch eru frábærir og það var geðveikt gaman að vinna í þeim. Það er allt einhvern veginn svo vel gert. Hvert einasta skot er fallegt og leikararnir eru geggjaðir. Það eru forréttindi að fá að vinna í svona góðri framleiðslu.Það er æðislegt að komast í svona verkefni, að vinna tónlist fyrir þætti eða kvikmyndir, en ég myndi ekki vilja bara gera þetta. Maður verður að fá að vinna fyrir sjálfan sig líka, gera sína list. Svona vinna þýðir að maður getur kannski ekki gert neitt annað á meðan. Og það böggar mig smá, ég vil alltaf vera með hendurnar í öllu.“ Núllstillti sig með heimsreisuSpurður út í hvernig sé svo að sjá tónlistina smella saman við þættina eftir alla vinnuna segir Ólafur: „Það er æði. Það gerist líka löngu eftir að maður byrjar að vinna. Þó að maður sé búinn að lesa handritið 100 sinnum og sjá klippurnar 20 sinnum, þá er það samt svo geggjað að sjá allt fullmixað og klippt, í einhverjum flottum sal,“ segir Ólafur sem fór í tveggja mánaða ferðalag eftir vinnutörnina í kringum Broadchurch.„Ég fór í rauninni í kringum hnöttinn, ég byrjaði í Brasilíu og fór þar á karnival. Fór svo til Ástralíu, svo til Indónesíu og var mest á Balí en ferðaðist líka um einhverjar indónesískar eyjar. Og fór svo til Berlínar og er bara að koma mér aftur í vinnuna.“ „Þetta ferðalag var algjörlega nauðsynlegt fyrir mig, ég varð að hreinsa hugann aðeins áður en ég byrja á næstu vinnutörn. Það er gott að bakka aðeins og hugsa hvað maður vill gera,“ segir Ólafur sem ferðaðist einn. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer einn í svona langt ferðalag. Ég slökkti á tölvupóstinum og sagði bara „já“ við öllu. Þannig lendir maður í alls konar lærdómsríkum aðstæðum sem maður myndi annars ekki koma sér í,“ segir Ólafur sem stefnir nú á að byrja á nýrri plötu. Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Þriðja serían af þáttunum Broadchurch er að hefjast og líkt og í fyrri seríum samdi Ólafur Arnalds tónlistina. Það krefst vissulega mikillar vinnu að semja tónlist fyrir heila þáttaröð þannig að eftir törnina núllstillti Ólafur sig í heimsreisu. „Já, 100 prósent,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds aðspurður hvort hann þurfi að taka mikið tillit til handritsins í tónsmíðunum, en hann sér um tónlistina í bresku þáttunum Broadchurch. „Ég les yfirleitt handritin fyrst og byrja svo að semja eitthvert þema og fíling. Og þegar ég fæ einhverjar klippur get ég svo farið í það að semja beint við myndina. Þannig að maður er ekkert að semja lög út í loftið og reyna að láta þau passa,“ útskýrir Ólafur. Ólafur segir að þeir Chris Chibnall, höfundur þáttanna, séu gott teymi og samstarfið gangi vel enda hefur Chibnall greint frá því að tónlist Ólafs veiti honum innblástur. „Já, við erum náttúrulega búnir að vinna þessar þrjár seríur saman. Og hann sagðist einhvern tímann hafa labbað kvöldgöngutúrana sína með tónlistina mína í eyrunum. Það er auðvitað æðislegt þegar þetta smellur svona saman fyrir fram. Það er líka geggjað að heyra þegar manns eigin list veitir einhverjum öðrum innblástur í sinni sköpun. Líftími listarinnar lengist einhvern veginn þannig.“ Ólafur kveðst vera afar hrifinn af Broadchurch-þáttunum þó að sakamálaþættir séu almennt ekki hans tebolli. „En Broadchurch eru frábærir og það var geðveikt gaman að vinna í þeim. Það er allt einhvern veginn svo vel gert. Hvert einasta skot er fallegt og leikararnir eru geggjaðir. Það eru forréttindi að fá að vinna í svona góðri framleiðslu.Það er æðislegt að komast í svona verkefni, að vinna tónlist fyrir þætti eða kvikmyndir, en ég myndi ekki vilja bara gera þetta. Maður verður að fá að vinna fyrir sjálfan sig líka, gera sína list. Svona vinna þýðir að maður getur kannski ekki gert neitt annað á meðan. Og það böggar mig smá, ég vil alltaf vera með hendurnar í öllu.“ Núllstillti sig með heimsreisuSpurður út í hvernig sé svo að sjá tónlistina smella saman við þættina eftir alla vinnuna segir Ólafur: „Það er æði. Það gerist líka löngu eftir að maður byrjar að vinna. Þó að maður sé búinn að lesa handritið 100 sinnum og sjá klippurnar 20 sinnum, þá er það samt svo geggjað að sjá allt fullmixað og klippt, í einhverjum flottum sal,“ segir Ólafur sem fór í tveggja mánaða ferðalag eftir vinnutörnina í kringum Broadchurch.„Ég fór í rauninni í kringum hnöttinn, ég byrjaði í Brasilíu og fór þar á karnival. Fór svo til Ástralíu, svo til Indónesíu og var mest á Balí en ferðaðist líka um einhverjar indónesískar eyjar. Og fór svo til Berlínar og er bara að koma mér aftur í vinnuna.“ „Þetta ferðalag var algjörlega nauðsynlegt fyrir mig, ég varð að hreinsa hugann aðeins áður en ég byrja á næstu vinnutörn. Það er gott að bakka aðeins og hugsa hvað maður vill gera,“ segir Ólafur sem ferðaðist einn. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer einn í svona langt ferðalag. Ég slökkti á tölvupóstinum og sagði bara „já“ við öllu. Þannig lendir maður í alls konar lærdómsríkum aðstæðum sem maður myndi annars ekki koma sér í,“ segir Ólafur sem stefnir nú á að byrja á nýrri plötu.
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira