Viðskipti erlent

Sögu­legur sam­dráttur í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá bænum Sellin sem er vinsæll ferðamannastaður á norðurströnd Þýskalands.
Frá bænum Sellin sem er vinsæll ferðamannastaður á norðurströnd Þýskalands. Getty

Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá þýsku hagstofunni sem kynntar voru í morgun. Einnig var greint frá því að uppfærðar tölur um fjórða ársfjórðung síðasta árs sýni að þá hafi verið 0,1 prósent samdráttur, en fyrri tölur gerðu ráð fyrir 0 prósent hagvöxt.

Þessar uppfærðu tölur sýna því að samdráttur hafi verið í Þýskalandi tvo ársfjórðunga í röð, sem almennt er talin tæknileg skilgreining kreppu.

Þrátt fyrir að samdrátturinn í þýsku efnahagslífi sé mikill á þessum tímum heimsfaraldurs þá er staðan verri í bæði Frakklandi og Ítalíu.

Reuters segir frá því að samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 5,8 prósent í Frakklandi, en 4,7 prósent á Ítalíu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×