Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. maí 2020 11:31 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem gerði kjarasamning við Icelandair til fimm ára í nótt, segir að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Samningurinn milli FÍA og Icelandair gildir til 30. september 2025. Hann náðist loks milli félaganna eftir viðræður síðustu vikna en Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur lagt áherslu á það við flugstéttir félagsins að lækka þurfi launakostnað á meðan félagið rær lífróður á tímum kórónuveiru. Gengur sáttur frá borði Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir í samtali við fréttastofu að ágætlega hafi gengið að ná samningum í nótt. Það hafi verið flókið að vissu leyti þar sem liggja þurfti yfir reglum um hvíldartíma og leiðakerfi. „Þannig að allir væru sammála um hvernig við værum að ná fram hagræðingunum. En þetta gekk vel. Það voru allir algjörlega mótíveraðir í því að ná þessu saman,“ segir Jón Þór. Þannig að þú gengur sáttur frá borði? „Já, ég held að allir hafi gengið sáttir frá borði í nótt.“ Inntur eftir því hvort samningurinn feli í sér kjaraskerðingu segir Jón Þór að aðalmálið sé að tryggja flugrekstur á Íslandi til framtíðar. „Þetta er tímamótasamningur. Við lögðum af stað með markmið að tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar. Og við erum bara búin að auka enn og meira á samkeppnishæfi félagsins. Okkar áherslur eru náttúrulega þær í þessu að tryggja íslenskan flugrekstur vegna þess að mikilvægi hans er gríðarlegt fyrir hagkerfið og atvinnulífið allt,“ segir Jón Þór. „Við erum að taka á okkur kjaraskerðingu. En það er til þess að mæta þessu ástandi. Og þær eru varanlegar.“ Taka á sig meiri vinnu Inntur eftir því hvort í samningnum felist ákvæði um það hvort kjör flugmanna gætu batnað á ný þegar rekstur félagsins byrjar að ganga betur segir Jón Þór að það verði skoðað nú í framhaldinu. „Við tökum á okkur meiri vinnu og rýmkum verulega til í því. Við finnum bara til ábyrgðar. Við vorum búin að segja það að við ætluðum að taka slaginn með félaginu, fyrir íslenskt hagkerfi og atvinnulíf og við stóðum bara við það.“ Eruð þið að taka á ykkur launalækkun? „Eins og ég var búinn að segja áður, þetta er sambland af nokkrum þáttum. Það eru laun, það er aukinn vinnutími og við gefum eftir orlof og svona lífsgæði í samningnum. Það er bara til þess líka að tryggja störf til framtíðar.“ Jón Þór gerir ráð fyrir að samningurinn verði lagður fyrir félagsmenn í dag og atkvæðagreiðsla standi yfir næstu daga. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. 14. maí 2020 10:42 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem gerði kjarasamning við Icelandair til fimm ára í nótt, segir að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Samningurinn milli FÍA og Icelandair gildir til 30. september 2025. Hann náðist loks milli félaganna eftir viðræður síðustu vikna en Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur lagt áherslu á það við flugstéttir félagsins að lækka þurfi launakostnað á meðan félagið rær lífróður á tímum kórónuveiru. Gengur sáttur frá borði Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir í samtali við fréttastofu að ágætlega hafi gengið að ná samningum í nótt. Það hafi verið flókið að vissu leyti þar sem liggja þurfti yfir reglum um hvíldartíma og leiðakerfi. „Þannig að allir væru sammála um hvernig við værum að ná fram hagræðingunum. En þetta gekk vel. Það voru allir algjörlega mótíveraðir í því að ná þessu saman,“ segir Jón Þór. Þannig að þú gengur sáttur frá borði? „Já, ég held að allir hafi gengið sáttir frá borði í nótt.“ Inntur eftir því hvort samningurinn feli í sér kjaraskerðingu segir Jón Þór að aðalmálið sé að tryggja flugrekstur á Íslandi til framtíðar. „Þetta er tímamótasamningur. Við lögðum af stað með markmið að tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar. Og við erum bara búin að auka enn og meira á samkeppnishæfi félagsins. Okkar áherslur eru náttúrulega þær í þessu að tryggja íslenskan flugrekstur vegna þess að mikilvægi hans er gríðarlegt fyrir hagkerfið og atvinnulífið allt,“ segir Jón Þór. „Við erum að taka á okkur kjaraskerðingu. En það er til þess að mæta þessu ástandi. Og þær eru varanlegar.“ Taka á sig meiri vinnu Inntur eftir því hvort í samningnum felist ákvæði um það hvort kjör flugmanna gætu batnað á ný þegar rekstur félagsins byrjar að ganga betur segir Jón Þór að það verði skoðað nú í framhaldinu. „Við tökum á okkur meiri vinnu og rýmkum verulega til í því. Við finnum bara til ábyrgðar. Við vorum búin að segja það að við ætluðum að taka slaginn með félaginu, fyrir íslenskt hagkerfi og atvinnulíf og við stóðum bara við það.“ Eruð þið að taka á ykkur launalækkun? „Eins og ég var búinn að segja áður, þetta er sambland af nokkrum þáttum. Það eru laun, það er aukinn vinnutími og við gefum eftir orlof og svona lífsgæði í samningnum. Það er bara til þess líka að tryggja störf til framtíðar.“ Jón Þór gerir ráð fyrir að samningurinn verði lagður fyrir félagsmenn í dag og atkvæðagreiðsla standi yfir næstu daga. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. 14. maí 2020 10:42 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53
Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. 14. maí 2020 10:42