Enski boltinn

Samband Darmians og Mourinhos í molum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darmian er neðarlega í goggunarröðinni hjá Mourinho.
Darmian er neðarlega í goggunarröðinni hjá Mourinho. vísir/getty
Samband José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, og ítalska bakvarðarins Matteo Darmian ku vera afar slæmt.

Samkvæmt Tuttosport eru allar líkur á því að Darmian sé á förum frá United en samband þeirra Mourinhos er í molum.

Darmain hefur ekki enn spilað leik fyrir United á tímabilinu en Mourinho hefur sett traust sitt á Antonio Valencia í stöðu hægri bakvarðar.

Svo gæti farið að Darmian yfirgæfi United þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í janúar. Juventus er talinn líklegur sem næsti áfangastaður bakvarðarins.

Darmian kom til United frá Torino í fyrra og lék alls 39 leiki fyrir liðið á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Dýrasti knattspyrnuleikur sögunnar

Nágrannaslagur Man. Utd og Man. City um helgina verður sögulegur að því leyti að liðin hafa aldrei mætt til leiks með eins dýra leikmenn. Það sem meira er þá mun þessi leikur slá öll met yfir dýr knattspyrnulið. Þetta verður dýrasti leikur sögunnar.

Butt líkir Rashford við Henry

Nicky Butt, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi yfirmaður unglingaakademíu félagsins, líkir ungstirninu Marcus Rashford við Thierry Henry og segir aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur sér leið inn í aðallið United.

Claudio Bravo, ertu klár?

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United er klár í slaginn fyrir Manchester-slaginn á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×