Tragíkómísk samtímasaga í Tjarnarbíói Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2016 09:30 Sólveig og Sveinn Ólafur á sviðinu í Tjarnarbíói sem Sóley Rós og Hallur. Mynd/Jóhanna H. Þorkelsdóttir Sóley Rós er mamma, amma, eiginkona og skúringakona. Hún er venjuleg kona en líka einstök. Kona sem hefur upplifað gleði og sorgir, sigra og ósigra,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona. Hún leikur titilhlutverkið í leikritinu Sóley Rós ræstitæknir sem hún er höfundur að ásamt Maríu Reyndal sem leikstýrir því. Verkið verður frumsýnt í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 20.30. Sólveig segir leikritið vera tragíkómíska samtímasögu. Hún og María hafi unnið það upp úr sannri frásögn 42 ára móður sem býr og starfar fyrir norðan og lýsir því hvernig það kom til að frásögnin þróaðist yfir í leikrit. „Maríu barst til eyrna saga skúringakonu sem hafði frætt samstarfskonu sína um líf sitt smátt og smátt og samstarfskonan raðað bútunum saman í stærri heild. Við María settum okkur í samband við skúringakonuna og tókum viðtöl við hana, ætluðum að tala við fleira fólk en fannst hennar saga svo heilsteypt og spennandi að við ákváðum að vinna einungis með hana. Konan sagði svo vel og skemmtilega frá og málaði líf sitt skýrum dráttum.“ Konan sem leikritið hverfist um varð móðir ung að árum, að sögn Sólveigar. „Hún eignast sitt fyrsta barn fimmtán ára gömul. Það var stór viðburður í hennar lífi eins og nærri má geta og verkið hverfist dálítið um hennar reynslu af því. Hún á mann og þrjú heilbrigð börn en hún lendir í að missa barn í fæðingu og við fylgjumst líka með hvernig hún upplifir þann sorgaratburð, hvernig samfélagið bregst við, frá hennar bæjardyrum séð, og hvernig samskiptin eru við spítalann.“ Leikritið hefur tekið stöðugum breytingum á æfingartímanum, að sögn Sólveigar. Fyrst átti það að vera einleikur en svo enduðu þær María á að hafa eiginmanninn með á sviðinu. „Þetta er óumdeilanlega saga þeirra hjóna. Ég leik Sóleyju Rós og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur Halla, manninn hennar. Við Sveinn Ólafur erum búin að leika mikið saman og þekkjumst vel,“ segir hún. Sólveig segir leikritið lýsa sögu hvunndagshetju og líkir Sóleyju ræstitækni við Bjart í Sumarhúsum og Þóru í Hvammi sem Íslendingar þekkja úr Sjálfstæðu fólki og Dalalífi. „Hvunndagshetjur eru allt í kringum okkur og hafa alltaf verið. Það sem er spennandi við þetta efni er að það speglar þann samtíma sem við lifum í. Þetta er falleg og einlæg frásögn og mikilvæg sýning, ekki síst miðað við umræðuna sem hefur verið í gangi í þjóðfélaginu að undanförnu. Ástæðan fyrir því að konan fyrir norðan var tilbúin til að segja sína sögu er sú að það þarf að tala um svona mál og það þarf að hlusta á þá sem eru tilbúnir til að tala um þau.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september 2016. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sóley Rós er mamma, amma, eiginkona og skúringakona. Hún er venjuleg kona en líka einstök. Kona sem hefur upplifað gleði og sorgir, sigra og ósigra,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona. Hún leikur titilhlutverkið í leikritinu Sóley Rós ræstitæknir sem hún er höfundur að ásamt Maríu Reyndal sem leikstýrir því. Verkið verður frumsýnt í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 20.30. Sólveig segir leikritið vera tragíkómíska samtímasögu. Hún og María hafi unnið það upp úr sannri frásögn 42 ára móður sem býr og starfar fyrir norðan og lýsir því hvernig það kom til að frásögnin þróaðist yfir í leikrit. „Maríu barst til eyrna saga skúringakonu sem hafði frætt samstarfskonu sína um líf sitt smátt og smátt og samstarfskonan raðað bútunum saman í stærri heild. Við María settum okkur í samband við skúringakonuna og tókum viðtöl við hana, ætluðum að tala við fleira fólk en fannst hennar saga svo heilsteypt og spennandi að við ákváðum að vinna einungis með hana. Konan sagði svo vel og skemmtilega frá og málaði líf sitt skýrum dráttum.“ Konan sem leikritið hverfist um varð móðir ung að árum, að sögn Sólveigar. „Hún eignast sitt fyrsta barn fimmtán ára gömul. Það var stór viðburður í hennar lífi eins og nærri má geta og verkið hverfist dálítið um hennar reynslu af því. Hún á mann og þrjú heilbrigð börn en hún lendir í að missa barn í fæðingu og við fylgjumst líka með hvernig hún upplifir þann sorgaratburð, hvernig samfélagið bregst við, frá hennar bæjardyrum séð, og hvernig samskiptin eru við spítalann.“ Leikritið hefur tekið stöðugum breytingum á æfingartímanum, að sögn Sólveigar. Fyrst átti það að vera einleikur en svo enduðu þær María á að hafa eiginmanninn með á sviðinu. „Þetta er óumdeilanlega saga þeirra hjóna. Ég leik Sóleyju Rós og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur Halla, manninn hennar. Við Sveinn Ólafur erum búin að leika mikið saman og þekkjumst vel,“ segir hún. Sólveig segir leikritið lýsa sögu hvunndagshetju og líkir Sóleyju ræstitækni við Bjart í Sumarhúsum og Þóru í Hvammi sem Íslendingar þekkja úr Sjálfstæðu fólki og Dalalífi. „Hvunndagshetjur eru allt í kringum okkur og hafa alltaf verið. Það sem er spennandi við þetta efni er að það speglar þann samtíma sem við lifum í. Þetta er falleg og einlæg frásögn og mikilvæg sýning, ekki síst miðað við umræðuna sem hefur verið í gangi í þjóðfélaginu að undanförnu. Ástæðan fyrir því að konan fyrir norðan var tilbúin til að segja sína sögu er sú að það þarf að tala um svona mál og það þarf að hlusta á þá sem eru tilbúnir til að tala um þau.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september 2016.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira