Fótbolti

Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu.
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu.

Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. Þetta staðfesti Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, í stuttu samtali við Íslendingavaktina fyrr í dag.

Ólafur segir að enn egi eftir að ganga frá einhverjum smáatriðum í samningnum en viðræður eru enn í fullum gangi. Viðar Örn er samningsbundinn Rostov sem leikur í rússnesku úrvalsdeildinni en framherjinn vill helst komast þaðan sem fyrst og virðist sem Rostov muni ekki standa í vegi fyrir honum.

Malatyaspor situr sem stendur í 9. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 24 stig þegar 18 umferðum er lokið. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×