Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. maí 2020 13:25 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53