Mótmæla hugmyndum um bann við kynfræðslu og hertari reglum um þungunarrof Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2020 06:49 Strangar reglur um samkomubann þýða í raun að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Varsjá hafa andstæðingar stjórnarinnar notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. AP Stjórnarandstæðingar í Póllandi hafa sakað stjórnarflokkinn Lög og réttlæti (PiS) um að misnota sér ástandið í landinu og heiminum og koma nú umdeildum málum í gegn. Stefnir flokkurinn að því að koma frumvörpum í gegn sem myndu fela í sér að kynfræðsla fyrir börn yrði bönnuð og sömuleiðis að reglur um skilyrði fyrir þungunarrofi hertar enn frekar. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) og ýmsir aðgerðasinnar hafa gagnrýnt pólsk stjórnvöld harðlega og sakað þau um að misnota ástandið. Strangar reglur um samkomubann þýða að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Póllandi má fólk nú að hámarki tveir koma saman á hverjum tíma. Einhverjir stjórnarandstæðingar hafa því notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. Hertar reglur um þungunarrof Ein lagabreytingin sem PiS reynir nú að ná í gegn felur í sér bann við þungunarrofi, í þeim tilfellum þar sem sannað er að fóstrið sé alvarlega skaðað. Í frétt NRK kemur fram að í Póllandi sé nú einungis heimilt að gangast undir þungunarrof eftir nauðgun, sé líf konunnar í hættu eða ef sannað þykir að fóstrið sé alvarlega skaddað. Stjórnin stefnir nú að því að fjarlægja þetta þriðja skilyrði úr lögunum. Eru það fyrst og fremst kaþólska kirkjan og trúarlegir þrýstihópar sem hafa þrýst á lagabreytinguna. Pólska stjórnin reyndi einnig að koma breytingunni í gegn árið 2016, en þurfti að bakka með tillögurnar eftir umfangsmiklar mótmælaaðgerðir tugþúsunda kvenna víðs vegar um landið. Sagt á pari við barnaníð Stjórnin hefur einnig lagt fram tillögu sem felur í sér að það verði refsivert og varðað fimm ára fangelsi að skipuleggja kynfræðslu fyrir börn í skólum. Er slíkt sagt jafnast á við barnaníð, en Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi PiS, hefur sagt kynfræðslu árás á hefðbundið fjölskyldumynstur. Pólska þingið tekur málin til umræðu í dag og er talið að fyrsta atkvæðagreiðsla kunni einnig að fara fram. Pólland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Stjórnarandstæðingar í Póllandi hafa sakað stjórnarflokkinn Lög og réttlæti (PiS) um að misnota sér ástandið í landinu og heiminum og koma nú umdeildum málum í gegn. Stefnir flokkurinn að því að koma frumvörpum í gegn sem myndu fela í sér að kynfræðsla fyrir börn yrði bönnuð og sömuleiðis að reglur um skilyrði fyrir þungunarrofi hertar enn frekar. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) og ýmsir aðgerðasinnar hafa gagnrýnt pólsk stjórnvöld harðlega og sakað þau um að misnota ástandið. Strangar reglur um samkomubann þýða að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Póllandi má fólk nú að hámarki tveir koma saman á hverjum tíma. Einhverjir stjórnarandstæðingar hafa því notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. Hertar reglur um þungunarrof Ein lagabreytingin sem PiS reynir nú að ná í gegn felur í sér bann við þungunarrofi, í þeim tilfellum þar sem sannað er að fóstrið sé alvarlega skaðað. Í frétt NRK kemur fram að í Póllandi sé nú einungis heimilt að gangast undir þungunarrof eftir nauðgun, sé líf konunnar í hættu eða ef sannað þykir að fóstrið sé alvarlega skaddað. Stjórnin stefnir nú að því að fjarlægja þetta þriðja skilyrði úr lögunum. Eru það fyrst og fremst kaþólska kirkjan og trúarlegir þrýstihópar sem hafa þrýst á lagabreytinguna. Pólska stjórnin reyndi einnig að koma breytingunni í gegn árið 2016, en þurfti að bakka með tillögurnar eftir umfangsmiklar mótmælaaðgerðir tugþúsunda kvenna víðs vegar um landið. Sagt á pari við barnaníð Stjórnin hefur einnig lagt fram tillögu sem felur í sér að það verði refsivert og varðað fimm ára fangelsi að skipuleggja kynfræðslu fyrir börn í skólum. Er slíkt sagt jafnast á við barnaníð, en Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi PiS, hefur sagt kynfræðslu árás á hefðbundið fjölskyldumynstur. Pólska þingið tekur málin til umræðu í dag og er talið að fyrsta atkvæðagreiðsla kunni einnig að fara fram.
Pólland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira