Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2020 21:18 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Framundan er að tvöfalda vegarkaflann milli Hvassahrauns og Krýsuvíkurgatnamóta í Hafnarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57
Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16