Lífið

Bein útsending: Eyrún Engilberts og Daniele Girolamo í Tómamengi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.

Eyrún Engilbertsdóttir og Daniele Girolamo munu flytja Marea í Tómamengi í kvöld, 16. apríl kl. 20:00.

Marea, sem þýðir flóð/fjara á ítölsku, er verk sem Eyrún og Daniele hafa þróað saman síðustu vikur og gera þar tilraunir með segulband og ýmis hljóðfæri. Þau hittust við nám í raftónlist í Tónverinu en bakgrunnur þeirra er ólíkur. Áhugasvið þeirra rennur saman í rólegan hljóðheim þar sem spuni kemur við sögu og teygt er á hljóðum með notkun segulbandsins.

Vert er að taka það fram að vegna samkomubanns mun Mengi senda viðburðinn út í gegn um netið og lokað verður á Óðinsgötu á meðan.

Hægt er að styðja við tónlistarmennina:

• Með því að hringja í 901-7111 (1.000 krónur)

• Með millifærslu á Kass í númerið 865-3644

• Með PayPal millifærslu á payment@mengi.net

Hefðbundið miðaverð á tónleika í Mengi er 2.000 krónur en listamennirnir þakka kærlega fyrir öll framlög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.