Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 15:39 Alma Möller er landlæknir. Mynd/Lögreglan á höfuðborgasvæðinu Alma Möller landlæknir hvetur þá sem enn hafa ekki náð sér í smitrakningarforrit landlæknis til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum. Alls hefur forritinu verið hlaðið niður í 133 þúsund símtæki en betur má ef duga skal að sögn Ölmu á daglegu upplýsingafundi almannavarna í dag´ Rakningarforritið, sem heitir rakning Rakning C-19 og er aðgengilegt í App Store og Play Store, er hlaðið niður á símtæki og vistar ferðir fólks tvær vikur aftur í tímann. Ef smit kemur upp getur Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra óskað eftir því að fá aðgang að staðsetningargögnunum. Þó að faraldurinn sé í rénun hér á landi er það þó, að mati Ölmu, ekki svo að forritið sjálft tapi gildi sínu, þvert á móti. „Við höldum að notkun appsins verði ekki síst mikilvægari þegar fram líður og smitum fer að fækka. Við förum kannski eitthvað að slaka á og munum síður ferðir okkur. Það er einmitt það sem appið gerir, það hjálpar okkur að muna hvar við höfum verið,“ sagði Alma. Hvatti hún þá sem eru efins um persónuvernd í tengslum við forritið að skoða þær upplýsingar gaumgæfilega. Upplýsingarnar sem forritið visti séu eingöngu notaðar með samþykki notandans og þá aðeins í þeim tilgangi að rekja ferðir hans í tengslum við smitrakningu. „Ég vil hvetja þá sem enn hafa ekki sótt sér appið að kynna sér um hvað það snýst á til dæmis á Covid.is. Við teljum að með þessu tvöfalda samþykki sem notað er og með því að nota einungis gps-gögn þá sé verið að tryggja öryggi og persónuvernd eins og sæmir lýðræðisþjóð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Alma Möller landlæknir hvetur þá sem enn hafa ekki náð sér í smitrakningarforrit landlæknis til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum. Alls hefur forritinu verið hlaðið niður í 133 þúsund símtæki en betur má ef duga skal að sögn Ölmu á daglegu upplýsingafundi almannavarna í dag´ Rakningarforritið, sem heitir rakning Rakning C-19 og er aðgengilegt í App Store og Play Store, er hlaðið niður á símtæki og vistar ferðir fólks tvær vikur aftur í tímann. Ef smit kemur upp getur Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra óskað eftir því að fá aðgang að staðsetningargögnunum. Þó að faraldurinn sé í rénun hér á landi er það þó, að mati Ölmu, ekki svo að forritið sjálft tapi gildi sínu, þvert á móti. „Við höldum að notkun appsins verði ekki síst mikilvægari þegar fram líður og smitum fer að fækka. Við förum kannski eitthvað að slaka á og munum síður ferðir okkur. Það er einmitt það sem appið gerir, það hjálpar okkur að muna hvar við höfum verið,“ sagði Alma. Hvatti hún þá sem eru efins um persónuvernd í tengslum við forritið að skoða þær upplýsingar gaumgæfilega. Upplýsingarnar sem forritið visti séu eingöngu notaðar með samþykki notandans og þá aðeins í þeim tilgangi að rekja ferðir hans í tengslum við smitrakningu. „Ég vil hvetja þá sem enn hafa ekki sótt sér appið að kynna sér um hvað það snýst á til dæmis á Covid.is. Við teljum að með þessu tvöfalda samþykki sem notað er og með því að nota einungis gps-gögn þá sé verið að tryggja öryggi og persónuvernd eins og sæmir lýðræðisþjóð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17
Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42
Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40