Hjartnæm kveðja Óla Stef til Guðjóns Vals: „Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 07:30 Ólafur Stefánsson sendi fyrrum kollega sínum úr landsliðinu góðar kveðjur. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira