Segja að spænska sambandið fái 5,5 milljarða fyrir að spila Ofurbikarinn í Sádí Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 15:45 Lionel Messi með Ofurbikarinn sem Barcelona vann í fyrra. Getty/Joan Cros Garcia Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. Spænski Ofurbikarinn er nú allur spilaður í Sádí Arabíu. Undanúrslitin fara fram í dag og á morgun en úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn kemur. Ofurbikarinn var settur á laggirnar árið 1982 og þangað til í fyrra léku meistararnir og bikarmeistararnir alltaf tvo leiki heima og að heiman. Í fyrra var það bara einn leikur á milli spænsku meistaranna og spænsku bikarmeistaranna en sá leikur var spilaður í Marokkó. BBC Sport - Spanish Super Cup - who, why and where? https://t.co/fMiyDmvuR4— Aliyu Tanko (@aliyutanko) January 8, 2020 Nú býr spænska knattspyrnusambandið til nýja keppni en í spænska ofurbikarnum í ár taka þátt tvö efstu liðin í spænsku deildinni og liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum. Liðin sem fengu þáttökurétt í spænska Ofurbikarnum í ár eru Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid og Valencia. Barcelona varð spænskur meistari og Atletico Madrid endaði í öðru sæti í deildinni. Í bikarúrslitaleiknum vann Valencia sigur á Barcelona. Þar sem Barcelona var þegar komið með þátttökurétt þá fellur fjórða sætið til þess liðs sem var hæst í deildinni af þeim sem hafa ekki fengið þátttökurétt. Það var lið Real Madrid sem endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar. 4equipos aspiran a lograrla, pero solo uno la sumará a su palmarés. ¡COMIENZA LA SUPERCOPA! Esta noche, a las 20:00h., @ValenciaCF - @realmadrid. King Abdullah Jeddah (Arabia Saudí)#Supercopa2020pic.twitter.com/1j1TaB34ds— RFEF (@rfef) January 8, 2020 Liðin fjögur voru líka þau lið sem enduðu í fjórum efstu sætum spænsku deildarinnar 2018-19. Leikirnir fara allir fram á sama velli eða hinum 60 þúsund manna King Abdullah Sports City leikvangi í Jeddah. Spænska knattspyrnusambandið græddi mikinn pening á að færa keppnina til Sádí Arabíu. Sambandið hefur ekki gefið töluna upp en spænsku blöðin halda því fram að það fái 40 milljónir evra á ári fyrir þennan þriggja ára samning við Sádana. 40 milljónir evra eru 5,5 milljarðar íslenskra króna. Vandamálið er að stuðningsmenn spænsku liðanna hafa ekki sýnt keppnini mikinn áhuga. Atlético de Madrid seldi aðeins 50 miða, Valencia C.F seldi 27 miða, FC Barcelona seldi í kringum 300 miða og Real Madrid náði að selja næstum því 700 miða. RFEF should be ashamed of selling Spain's #Supercopa to Saudi Arabia https://t.co/UifZ4tkiBH— Ben Hayward (@bghayward) January 8, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira
Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. Spænski Ofurbikarinn er nú allur spilaður í Sádí Arabíu. Undanúrslitin fara fram í dag og á morgun en úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn kemur. Ofurbikarinn var settur á laggirnar árið 1982 og þangað til í fyrra léku meistararnir og bikarmeistararnir alltaf tvo leiki heima og að heiman. Í fyrra var það bara einn leikur á milli spænsku meistaranna og spænsku bikarmeistaranna en sá leikur var spilaður í Marokkó. BBC Sport - Spanish Super Cup - who, why and where? https://t.co/fMiyDmvuR4— Aliyu Tanko (@aliyutanko) January 8, 2020 Nú býr spænska knattspyrnusambandið til nýja keppni en í spænska ofurbikarnum í ár taka þátt tvö efstu liðin í spænsku deildinni og liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum. Liðin sem fengu þáttökurétt í spænska Ofurbikarnum í ár eru Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid og Valencia. Barcelona varð spænskur meistari og Atletico Madrid endaði í öðru sæti í deildinni. Í bikarúrslitaleiknum vann Valencia sigur á Barcelona. Þar sem Barcelona var þegar komið með þátttökurétt þá fellur fjórða sætið til þess liðs sem var hæst í deildinni af þeim sem hafa ekki fengið þátttökurétt. Það var lið Real Madrid sem endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar. 4equipos aspiran a lograrla, pero solo uno la sumará a su palmarés. ¡COMIENZA LA SUPERCOPA! Esta noche, a las 20:00h., @ValenciaCF - @realmadrid. King Abdullah Jeddah (Arabia Saudí)#Supercopa2020pic.twitter.com/1j1TaB34ds— RFEF (@rfef) January 8, 2020 Liðin fjögur voru líka þau lið sem enduðu í fjórum efstu sætum spænsku deildarinnar 2018-19. Leikirnir fara allir fram á sama velli eða hinum 60 þúsund manna King Abdullah Sports City leikvangi í Jeddah. Spænska knattspyrnusambandið græddi mikinn pening á að færa keppnina til Sádí Arabíu. Sambandið hefur ekki gefið töluna upp en spænsku blöðin halda því fram að það fái 40 milljónir evra á ári fyrir þennan þriggja ára samning við Sádana. 40 milljónir evra eru 5,5 milljarðar íslenskra króna. Vandamálið er að stuðningsmenn spænsku liðanna hafa ekki sýnt keppnini mikinn áhuga. Atlético de Madrid seldi aðeins 50 miða, Valencia C.F seldi 27 miða, FC Barcelona seldi í kringum 300 miða og Real Madrid náði að selja næstum því 700 miða. RFEF should be ashamed of selling Spain's #Supercopa to Saudi Arabia https://t.co/UifZ4tkiBH— Ben Hayward (@bghayward) January 8, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira