Segja að spænska sambandið fái 5,5 milljarða fyrir að spila Ofurbikarinn í Sádí Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 15:45 Lionel Messi með Ofurbikarinn sem Barcelona vann í fyrra. Getty/Joan Cros Garcia Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. Spænski Ofurbikarinn er nú allur spilaður í Sádí Arabíu. Undanúrslitin fara fram í dag og á morgun en úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn kemur. Ofurbikarinn var settur á laggirnar árið 1982 og þangað til í fyrra léku meistararnir og bikarmeistararnir alltaf tvo leiki heima og að heiman. Í fyrra var það bara einn leikur á milli spænsku meistaranna og spænsku bikarmeistaranna en sá leikur var spilaður í Marokkó. BBC Sport - Spanish Super Cup - who, why and where? https://t.co/fMiyDmvuR4— Aliyu Tanko (@aliyutanko) January 8, 2020 Nú býr spænska knattspyrnusambandið til nýja keppni en í spænska ofurbikarnum í ár taka þátt tvö efstu liðin í spænsku deildinni og liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum. Liðin sem fengu þáttökurétt í spænska Ofurbikarnum í ár eru Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid og Valencia. Barcelona varð spænskur meistari og Atletico Madrid endaði í öðru sæti í deildinni. Í bikarúrslitaleiknum vann Valencia sigur á Barcelona. Þar sem Barcelona var þegar komið með þátttökurétt þá fellur fjórða sætið til þess liðs sem var hæst í deildinni af þeim sem hafa ekki fengið þátttökurétt. Það var lið Real Madrid sem endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar. 4equipos aspiran a lograrla, pero solo uno la sumará a su palmarés. ¡COMIENZA LA SUPERCOPA! Esta noche, a las 20:00h., @ValenciaCF - @realmadrid. King Abdullah Jeddah (Arabia Saudí)#Supercopa2020pic.twitter.com/1j1TaB34ds— RFEF (@rfef) January 8, 2020 Liðin fjögur voru líka þau lið sem enduðu í fjórum efstu sætum spænsku deildarinnar 2018-19. Leikirnir fara allir fram á sama velli eða hinum 60 þúsund manna King Abdullah Sports City leikvangi í Jeddah. Spænska knattspyrnusambandið græddi mikinn pening á að færa keppnina til Sádí Arabíu. Sambandið hefur ekki gefið töluna upp en spænsku blöðin halda því fram að það fái 40 milljónir evra á ári fyrir þennan þriggja ára samning við Sádana. 40 milljónir evra eru 5,5 milljarðar íslenskra króna. Vandamálið er að stuðningsmenn spænsku liðanna hafa ekki sýnt keppnini mikinn áhuga. Atlético de Madrid seldi aðeins 50 miða, Valencia C.F seldi 27 miða, FC Barcelona seldi í kringum 300 miða og Real Madrid náði að selja næstum því 700 miða. RFEF should be ashamed of selling Spain's #Supercopa to Saudi Arabia https://t.co/UifZ4tkiBH— Ben Hayward (@bghayward) January 8, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. Spænski Ofurbikarinn er nú allur spilaður í Sádí Arabíu. Undanúrslitin fara fram í dag og á morgun en úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn kemur. Ofurbikarinn var settur á laggirnar árið 1982 og þangað til í fyrra léku meistararnir og bikarmeistararnir alltaf tvo leiki heima og að heiman. Í fyrra var það bara einn leikur á milli spænsku meistaranna og spænsku bikarmeistaranna en sá leikur var spilaður í Marokkó. BBC Sport - Spanish Super Cup - who, why and where? https://t.co/fMiyDmvuR4— Aliyu Tanko (@aliyutanko) January 8, 2020 Nú býr spænska knattspyrnusambandið til nýja keppni en í spænska ofurbikarnum í ár taka þátt tvö efstu liðin í spænsku deildinni og liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum. Liðin sem fengu þáttökurétt í spænska Ofurbikarnum í ár eru Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid og Valencia. Barcelona varð spænskur meistari og Atletico Madrid endaði í öðru sæti í deildinni. Í bikarúrslitaleiknum vann Valencia sigur á Barcelona. Þar sem Barcelona var þegar komið með þátttökurétt þá fellur fjórða sætið til þess liðs sem var hæst í deildinni af þeim sem hafa ekki fengið þátttökurétt. Það var lið Real Madrid sem endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar. 4equipos aspiran a lograrla, pero solo uno la sumará a su palmarés. ¡COMIENZA LA SUPERCOPA! Esta noche, a las 20:00h., @ValenciaCF - @realmadrid. King Abdullah Jeddah (Arabia Saudí)#Supercopa2020pic.twitter.com/1j1TaB34ds— RFEF (@rfef) January 8, 2020 Liðin fjögur voru líka þau lið sem enduðu í fjórum efstu sætum spænsku deildarinnar 2018-19. Leikirnir fara allir fram á sama velli eða hinum 60 þúsund manna King Abdullah Sports City leikvangi í Jeddah. Spænska knattspyrnusambandið græddi mikinn pening á að færa keppnina til Sádí Arabíu. Sambandið hefur ekki gefið töluna upp en spænsku blöðin halda því fram að það fái 40 milljónir evra á ári fyrir þennan þriggja ára samning við Sádana. 40 milljónir evra eru 5,5 milljarðar íslenskra króna. Vandamálið er að stuðningsmenn spænsku liðanna hafa ekki sýnt keppnini mikinn áhuga. Atlético de Madrid seldi aðeins 50 miða, Valencia C.F seldi 27 miða, FC Barcelona seldi í kringum 300 miða og Real Madrid náði að selja næstum því 700 miða. RFEF should be ashamed of selling Spain's #Supercopa to Saudi Arabia https://t.co/UifZ4tkiBH— Ben Hayward (@bghayward) January 8, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira