Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 18:06 Margeir Pétur Jóhannsson var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í máli þremenninganna í desember. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Alvar Óskarsson var dæmdur í sjö ára fangelsi og Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði í desember. Þeir hafa allir áfrýjað til Landsréttar og bíða þess að málið verði tekið til meðferðar þar. Sjá einnig: Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Ákæruvaldið krafðist þess að þeir sættu gæsluvarðhaldi á meðan. Því mótmæltu þremenningarnir, meðal annars með vísan til sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Landsréttur hafnaði þeim rökum og taldi ekki séð að áhrif þess ástands og smitvarnarráðstafanir á borð við takmarkanir á heimsóknum til sakborninganna væru þeim þungbærari en vænta mætti að aðrir í samfélaginu þyrftu að þola við þessar aðstæður. Þá hafi ekkert komið fram um að ekki sé hægt að tryggja öryggi mannanna eða að heilsu þeirra sé stefnt í hættu með gæsluvarðhaldinu. Staðfesti Landsréttur því gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir mönnum. Þeir þurfa því að sæta varðhaldi á meðan málið er til meðferðar en þó ekki lengur en til 7. september. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Alvar Óskarsson var dæmdur í sjö ára fangelsi og Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði í desember. Þeir hafa allir áfrýjað til Landsréttar og bíða þess að málið verði tekið til meðferðar þar. Sjá einnig: Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Ákæruvaldið krafðist þess að þeir sættu gæsluvarðhaldi á meðan. Því mótmæltu þremenningarnir, meðal annars með vísan til sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Landsréttur hafnaði þeim rökum og taldi ekki séð að áhrif þess ástands og smitvarnarráðstafanir á borð við takmarkanir á heimsóknum til sakborninganna væru þeim þungbærari en vænta mætti að aðrir í samfélaginu þyrftu að þola við þessar aðstæður. Þá hafi ekkert komið fram um að ekki sé hægt að tryggja öryggi mannanna eða að heilsu þeirra sé stefnt í hættu með gæsluvarðhaldinu. Staðfesti Landsréttur því gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir mönnum. Þeir þurfa því að sæta varðhaldi á meðan málið er til meðferðar en þó ekki lengur en til 7. september.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira