Lakers vann nágranna sína í Clippers í fyrsta sinn í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 07:30 LeBron James og Anthony Davis voru kátir eftir sigurinn á Clippers í nótt. Getty/Andrew D. Bernstein Los Angeles Lakers endaði sex leikja sigurgöngu Los Angeles Clippers með sigri í stórleiknum í NBA deildinni í körfubolta en Clippers hafði unnið tvo fyrstu leiki liðanna á leiktíðinni. Þetta var líklega besta helgi LeBron James síðan hann kom til Lakers liðsins.#LakeShow mood. pic.twitter.com/jYIqxQkBao — NBA (@NBA) March 8, 2020 LBJ, AD lift LAL @KingJames (28 PTS, 7 REB, 9 AST) & @AntDavis23 (30 PTS) help the @Lakers top LAC at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/MPJRj6KN6O — NBA (@NBA) March 8, 2020Anthony Davis skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers í 112-103 sigri á Los Angeles Clippers í skráðum heimaleik Clippers en þau spila náttúrulega bæði í Staples Center. LeBron James var líka mjög öflugur með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar. Lakers liðið fékk líka 24 stig frá bakverðinum Avery Bradley en þetta var fjórði sigur Los Angeles Lakers í röð og sá ellefti í síðustu tólf leikjum.Avery Bradley comes up big with 24 PTS, 6 3PM in the @Lakers Battle of LA Round 3 victory! #LakeShowpic.twitter.com/8jChDd87af — NBA (@NBA) March 8, 2020 Það gæti vel farið svo að nágrannarnir mætist í úrslitakeppninni og það var rafmögnuð stemmning í Staples Center á þessum leik. Lakers en nú með 6,5 leikja forskot á Clippers í töflunni en þetta eru tvö efstu liðin í Vestrinu. Paul George skoraði 31 stig fyrir Los Angeles Clippers, Kawhi Leonard var með 26 stig og Montrezl Harrell skoraði 20 stig. „Þetta var mjög góð helgi fyrir okkur þar sem við spiluðum við tvö af bestu liðunum, tvö bestu liðin ásamt okkur þegar við skoðum sigurhlutfallið. Við héldum ró okkar allan leikinn,“ sagði LeBron James. Í leiknum á undan þá vann Los Angeles Lakers sigur á Milwaukee Bucks þar sem James var með 37 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. „Hans besta helgi í Lakers-búningnum held ég. Ég var reyndar ekki hérna í fyrra en í mínum huga vor þetta tveir bestu leikir hans í röð. Hann drottnaði yfir báðum leikjunum og hjálpaði okkur að landa þessum tveimur sigrum,“ sagðo Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers.Booker, Rubio fill up stat sheet @DevinBook (36 PTS, 8 AST) & @rickyrubio9 (25 PTS, 13 REB, 13 AST) power the @Suns W against Milwaukee. pic.twitter.com/YhrylwcDER — NBA (@NBA) March 9, 2020Devin Booker skoraði 20 af 36 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Phoenix Suns vann 140-131 sigur á toppliði Milwaukee Bucks sem lék reyndar án Giannis Antetokounmpo sem er meiddur á hné. Antetokounmpo meiddist í tapinu á móti Lakers og mun líka missa af næsta leik. Spánverjinn Ricky Rubio var með þrennu, skoraði 25 sitg, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.The @okcthunder win in Boston behind @CP3's 28 PTS, 6 REB, 7 AST! #ThunderUppic.twitter.com/9FRpOHepH9 — NBA (@NBA) March 9, 2020Dennis Schröder stal boltanum af Kemba Walker og skoraði úr hraðaupphlaupinu 8,5 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 105-104 sigur á Boston Celtics. Chris Paul var með 28 stig og 7 stoðsendingar fyrir Thunder og Schröder var með 27 stig og 6 stoðsendingar. Gordon Hayward skoraði 24 stig fyrir Celtics liðið.Lowry & Powell help the @Raptors pick up their 45th win of the season! #WeTheNorth@Klow7: 30 PTS, 8 AST@npowell2404: 31 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/AdotdVAxUF — NBA (@NBA) March 9, 2020Pascal Siakam skoraði 11 af 23 stigum sínum á síðustu tveimur og hálfri mínútu leiksins þegar meistarar Toronto Raptors unnu 118-113 sigur á Sacromento Kings. Kyle Lowry var líka frábær í fjórða leikhluta þar sem hann var með 13 af 30 stigum sínum í leiknum. Norman Powell skoraði 31 stig og Serge Ibaka var með 15 stig og 10 fráköst.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Sacramento Kings - Toronto Raptors 113-118 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 132-129 (framlengt) New York Knicks - Detroit Pistons 96-84 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-112 Houston Rockets - Orlando Magic 106-126 Washington Wizards - Miami Heat 89-100 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 104-105 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 140-131 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 103-112 Minnesota Timberwolves - New Orleans Pelicans 107-120 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 110-107The updated NBA standings through Week 20's action. pic.twitter.com/AoYDAx6EgE — NBA (@NBA) March 9, 2020Duncan STAYS HOT with 7 3's @MiamiHEAT shooter Duncan Robinson (23 PTS) makes 7+ threes for the 3rd game in row! pic.twitter.com/2EMTr5DXnX — NBA (@NBA) March 9, 2020Jrue season-high 37@Jrue_Holiday11 posts 37 PTS, 9 REB, 8 AST as the @PelicansNBA defeat MIN. pic.twitter.com/sG4qmeXxzc — NBA (@NBA) March 8, 2020 NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Los Angeles Lakers endaði sex leikja sigurgöngu Los Angeles Clippers með sigri í stórleiknum í NBA deildinni í körfubolta en Clippers hafði unnið tvo fyrstu leiki liðanna á leiktíðinni. Þetta var líklega besta helgi LeBron James síðan hann kom til Lakers liðsins.#LakeShow mood. pic.twitter.com/jYIqxQkBao — NBA (@NBA) March 8, 2020 LBJ, AD lift LAL @KingJames (28 PTS, 7 REB, 9 AST) & @AntDavis23 (30 PTS) help the @Lakers top LAC at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/MPJRj6KN6O — NBA (@NBA) March 8, 2020Anthony Davis skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers í 112-103 sigri á Los Angeles Clippers í skráðum heimaleik Clippers en þau spila náttúrulega bæði í Staples Center. LeBron James var líka mjög öflugur með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar. Lakers liðið fékk líka 24 stig frá bakverðinum Avery Bradley en þetta var fjórði sigur Los Angeles Lakers í röð og sá ellefti í síðustu tólf leikjum.Avery Bradley comes up big with 24 PTS, 6 3PM in the @Lakers Battle of LA Round 3 victory! #LakeShowpic.twitter.com/8jChDd87af — NBA (@NBA) March 8, 2020 Það gæti vel farið svo að nágrannarnir mætist í úrslitakeppninni og það var rafmögnuð stemmning í Staples Center á þessum leik. Lakers en nú með 6,5 leikja forskot á Clippers í töflunni en þetta eru tvö efstu liðin í Vestrinu. Paul George skoraði 31 stig fyrir Los Angeles Clippers, Kawhi Leonard var með 26 stig og Montrezl Harrell skoraði 20 stig. „Þetta var mjög góð helgi fyrir okkur þar sem við spiluðum við tvö af bestu liðunum, tvö bestu liðin ásamt okkur þegar við skoðum sigurhlutfallið. Við héldum ró okkar allan leikinn,“ sagði LeBron James. Í leiknum á undan þá vann Los Angeles Lakers sigur á Milwaukee Bucks þar sem James var með 37 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. „Hans besta helgi í Lakers-búningnum held ég. Ég var reyndar ekki hérna í fyrra en í mínum huga vor þetta tveir bestu leikir hans í röð. Hann drottnaði yfir báðum leikjunum og hjálpaði okkur að landa þessum tveimur sigrum,“ sagðo Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers.Booker, Rubio fill up stat sheet @DevinBook (36 PTS, 8 AST) & @rickyrubio9 (25 PTS, 13 REB, 13 AST) power the @Suns W against Milwaukee. pic.twitter.com/YhrylwcDER — NBA (@NBA) March 9, 2020Devin Booker skoraði 20 af 36 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Phoenix Suns vann 140-131 sigur á toppliði Milwaukee Bucks sem lék reyndar án Giannis Antetokounmpo sem er meiddur á hné. Antetokounmpo meiddist í tapinu á móti Lakers og mun líka missa af næsta leik. Spánverjinn Ricky Rubio var með þrennu, skoraði 25 sitg, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.The @okcthunder win in Boston behind @CP3's 28 PTS, 6 REB, 7 AST! #ThunderUppic.twitter.com/9FRpOHepH9 — NBA (@NBA) March 9, 2020Dennis Schröder stal boltanum af Kemba Walker og skoraði úr hraðaupphlaupinu 8,5 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 105-104 sigur á Boston Celtics. Chris Paul var með 28 stig og 7 stoðsendingar fyrir Thunder og Schröder var með 27 stig og 6 stoðsendingar. Gordon Hayward skoraði 24 stig fyrir Celtics liðið.Lowry & Powell help the @Raptors pick up their 45th win of the season! #WeTheNorth@Klow7: 30 PTS, 8 AST@npowell2404: 31 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/AdotdVAxUF — NBA (@NBA) March 9, 2020Pascal Siakam skoraði 11 af 23 stigum sínum á síðustu tveimur og hálfri mínútu leiksins þegar meistarar Toronto Raptors unnu 118-113 sigur á Sacromento Kings. Kyle Lowry var líka frábær í fjórða leikhluta þar sem hann var með 13 af 30 stigum sínum í leiknum. Norman Powell skoraði 31 stig og Serge Ibaka var með 15 stig og 10 fráköst.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Sacramento Kings - Toronto Raptors 113-118 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 132-129 (framlengt) New York Knicks - Detroit Pistons 96-84 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-112 Houston Rockets - Orlando Magic 106-126 Washington Wizards - Miami Heat 89-100 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 104-105 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 140-131 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 103-112 Minnesota Timberwolves - New Orleans Pelicans 107-120 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 110-107The updated NBA standings through Week 20's action. pic.twitter.com/AoYDAx6EgE — NBA (@NBA) March 9, 2020Duncan STAYS HOT with 7 3's @MiamiHEAT shooter Duncan Robinson (23 PTS) makes 7+ threes for the 3rd game in row! pic.twitter.com/2EMTr5DXnX — NBA (@NBA) March 9, 2020Jrue season-high 37@Jrue_Holiday11 posts 37 PTS, 9 REB, 8 AST as the @PelicansNBA defeat MIN. pic.twitter.com/sG4qmeXxzc — NBA (@NBA) March 8, 2020
NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum