Karlmaður á þrítugsaldri sætir gæsluvarðahaldi grunaður um að hafa reynt að smygla hátt í þremur kílóum af kókaíni til landsins.
Heimildir fréttastofu herna að maðurinn hafi verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í upphafi síðustu viku. Hann hafi verið búinn að fela efnin í ferðatösku sinni.
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að fíkniefnamál hafi komið upp í byrjun síðustu viku og að rannsókn sé í fullum gangi. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
