Innlent

Var ekki á hættusvæði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hjúkrunarfræðingar standa saman.
Hjúkrunarfræðingar standa saman. Vísir/Vilhelm

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem talinn er hafa smitað vinnufélaga sína á gjörgæsludeildinni af kórónuverirunni var ekki að koma af skilgreindu hættusvæði. Hjúkrunarráð Landspítalans bendir á að því hafi verið „fullkomnlega eðlilegt“ að viðkomandi hafi mætt í vinnu.

Á upplýsingafundi yfirvalda í gær var greint frá því að fimm hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi væru smitaðir af kórónuveirunni.

Fram kom á fundinum að tveir hjúkrunarfræðinganna hafi verið í skíðaferð þar sem þeir hafi líklegast smitast, þeir hafi svo smitað vinnufélaga sína. Búið væri að rekja smitin og talið víst að sjúklingar á gjörgæsludeild hafi ekki smitast.

Í færslu á Facebook-síðu hjúkrunarráðsins segir að komið fram að einn hjúkrunarfræðingur hafi mætt til vinnu eftir skíðaferð og líklega smitað samstarfsfólk af kórónuveirunni.

„Mikilvægt er að hafa í huga að viðkomandi var ekki að koma frá skilgreindu hættusvæði og því fullkomlega eðlilegt að mæta í vinnu, eins og fólk hefur alltaf gert þegar það kemur úr fríi,“ segir í færslunni.

Húkrunarfræðingar starfi af heilindum og setji öryggi sjúklinga ofar öllu öðru.

„Við stöndum saman, styðjum hvert annað í gegnum þetta og sendum kollegum okkar batakveðjur. Hlökkum til að fá ykkur aftur til vinnu.

Við hin höldum ró okkar, þvoum hendur og sinnum okkar störfum samkvæmt bestu þekkingu hverju sinni.“

55 staðfest tilvik og þar af 10 innanlandssmit

Fimm hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæslu smitaðir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×