Innlent

Samfés frestar SamFestingnum um tvo mánuði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
SamFestingnum hefur verið frestað um tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.
SamFestingnum hefur verið frestað um tvo mánuði vegna kórónuveirunnar. Aðsend

Stjórn Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, hefur tekið þá ákvörðun um að fresta SamFestingnum 2020 vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni.

SamFestingurinn átti að fara fram 20.-21. mars í Laugardalshöll en nú hefur verið ákveðið að hann fari fram 22.-23. maí.

SamFestingurinn er stærsti unglingaviðburður Íslands þar sem allta að 4.600 ungmenni af öllu landinu koma saman.

„Undirbúningur fyrir viðburðinn hefur staðið yfir í fleiri mánuði og tilhlökkunin mikil. Frestun viðburðar af þessari stærðargráðu þýðir endurskipulag á dagskrá hjá félagsmiðstöðvum á landsvísu.

SamFestingurinn, sem fyrst var haldinn árið 1991, er mikilvægasti viðburðurinn í rekstri samtakanna. Verum ábyrg, stöndum saman og setjum velferð okkar allra í fyrsta sæti.

SamFestingurinn mun fara fram 22.-23. maí í Laugardalshöll. Við hjá Samfés fylgjumst áfram vel með stöðunni og fylgjum leiðbeiningum og tilmælum landlæknis og heilbrigðisyfirvalda,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×