Brynjar leggur fram fyrirspurn um fyrirspurnir Björns Levís Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2020 15:51 Ljóst er að Björn Leví er ekki í uppáhaldi hjá Brynjari Níelssyni né öðrum Sjálfstæðismönnum ef því er að skipta. Þeir hafa nú mætt hans fjölmörgu fyrirspurnum með fyrirspurn og heitir það sennilega krókur á móti bragði. visir/vilhelm Brynjar Níelsson hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra sem heita má nokkuð sérstök. Því fyrirspurnin er fyrirspurn um fyrirspurnir. Brynjar vill sem sagt fá að vita hversu margar vinnustundir hafa farið í það hjá ráðuneytinu að svara fyrirspurnum frá þingflokki Pírata. Köldu hefur andað milli Pírata og Sjálfstæðismanna og sér í lagi hafa Sjálfstæðismenn látið fyrirspurnir frá Birni Leví Gunnarssyni fara í taugarnar á sér, en hann hefur ekki verið spar á spurningarnar. Brynjar ætlar nú að svara í sömu mynt. Með fyrirspurn. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar birtir mynd af fyrirspurn Brynjars og fylgir henni úr hlaði með orðunum: Tíðindi úr sandkassanum. Af þeim orðum Hönnu Katrínar má ráða að henni þyki þetta heldur barnalegt af Brynjari. Tíðindi úr samdkassanum: pic.twitter.com/ZA5hImtJSr— Hanna-Katrín (@HannaKataF) May 18, 2020 En fyrirspurn Brynjars til heilbrigðisráðherra um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum er svohljóðandi: Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár? Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra Skriflegt svar óskast. (Uppfært 16:18.) Samkvæmt þingskjalaskrá Alþingis liggur fyrir að Brynjar hefur sent sambærilega fyrirspurn á alla ráðherra og/eða ráðuneyti. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Brynjar Níelsson hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra sem heita má nokkuð sérstök. Því fyrirspurnin er fyrirspurn um fyrirspurnir. Brynjar vill sem sagt fá að vita hversu margar vinnustundir hafa farið í það hjá ráðuneytinu að svara fyrirspurnum frá þingflokki Pírata. Köldu hefur andað milli Pírata og Sjálfstæðismanna og sér í lagi hafa Sjálfstæðismenn látið fyrirspurnir frá Birni Leví Gunnarssyni fara í taugarnar á sér, en hann hefur ekki verið spar á spurningarnar. Brynjar ætlar nú að svara í sömu mynt. Með fyrirspurn. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar birtir mynd af fyrirspurn Brynjars og fylgir henni úr hlaði með orðunum: Tíðindi úr sandkassanum. Af þeim orðum Hönnu Katrínar má ráða að henni þyki þetta heldur barnalegt af Brynjari. Tíðindi úr samdkassanum: pic.twitter.com/ZA5hImtJSr— Hanna-Katrín (@HannaKataF) May 18, 2020 En fyrirspurn Brynjars til heilbrigðisráðherra um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum er svohljóðandi: Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár? Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra Skriflegt svar óskast. (Uppfært 16:18.) Samkvæmt þingskjalaskrá Alþingis liggur fyrir að Brynjar hefur sent sambærilega fyrirspurn á alla ráðherra og/eða ráðuneyti.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira