Erlent

Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði

Andri Eysteinsson skrifar
Hagfræðingurinn Hamdok er forsætisráðherra Súdan,
Hagfræðingurinn Hamdok er forsætisráðherra Súdan, Getty/Gado
Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. AP greinir frá.

Hagfræðingurinn Abdalla Hamdok hefur gengt embætti forsætisráðherra frá því í ágúst á síðasta ári. Hamdok greindi frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi komist ómeiddur frá hryðjuverkaárás til höfuðs honum.



Hamdok mun hafa verið á leið til skrifstofu sinnar þegar skotið var á bíl hans og reynt að sprengja hann í loft upp. Einn öryggisvarða forsætisráðherrans slasaðist lítillega í árásinni.

Tæplega ár er liðið frá því að forsetanum Omar al-Bashir var steypt af stóli af súdanska hernum. Var almenningi lofað að valdið yrði fært í hendur almennings en herstjórnin hefur ekki gert sig líklega til að láta af völdum.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en rannsókn er hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×