Skólahaldi aflýst í Madríd Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 07:02 Veggspjald um veiruna á La tienda del Espia verslun í Madríd. Verslunin markaðssetur kórónaveiruvín, handa þeim sem ekki eru smituð af veirunni. Hverri flösku fylgir andlitsgríma. Getty/SOPA Images Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira