Innlent

Eldur kviknaði út frá upp­þvotta­vél

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reykræsta þurfti íbúðina.
Reykræsta þurfti íbúðina. Vísir/vilhelm

Eldur kviknaði út frá uppþvottavél í fjölbýlishúsi í Fossvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Búið var að slökkva eldinn er lögregla kom á vettvang, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Mikill reykur var í íbúðinni og slökkvilið reykræsti.

Þá var tilkynnt um mikla fíkniefnalykt koma frá íbúð í fjölbýlishúsi í Háaleitis- og Bústaðahverfi á níunda tímanum í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að afskipti hafi verið höfð af húsráðanda og hann grunaður um vörslu fíkniefna eftir að hafa „framvísað ætluðum fíkniefnum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×