Innlent

Bein útsending: Streita, heilsa og félagslegt samhengi - Hvernig höfum við áhrif?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rannveig Sigurvinsdóttir fjallar um streitu í fyrirlestri sínum í dag.
Rannveig Sigurvinsdóttir fjallar um streitu í fyrirlestri sínum í dag.

Rannveig Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðisdeild HR, fjallar um streitu, heilsu og félagslegt samhengi í þriðjudagsfyrirlestri Háskólans í Reykjavík og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan tólf.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um áhrif streitu á andlega og líkamlega heilsu. Í núverandi heimsfaraldri má sjá ýmsar streituvaldandi aðstæður, s.s. áhyggjur af heilsufari, alvarleg veikindi, mikil röskun á daglegu lífi, aukið heimilisofbeldi og fleira.

Þá verður sérstök áhersla lögð á hvernig samfélög og einstaklingar geta brugðist við streitu til að takmarka neikvæð heilsuáhrif, bæði fyrir sig sjálf og aðra. Einnig verður fjallað um ólík áhrif streitu eftir kyni og aldri.

Streymið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×