Viðskipti innlent

Ís­lands­banki með þrjú úti­bú á höfuð­borgar­svæðinu eftir lokun á Granda og Höfða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturni í Kópavogi þar sem eitt þriggja útibúa bankans á höfuðborgarsvæðinu er að finna.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturni í Kópavogi þar sem eitt þriggja útibúa bankans á höfuðborgarsvæðinu er að finna. vísir/vilhelm

Íslandsbanki hefur í hyggju að loka útibúum sínum á Höfðabakka og Granda. Að því loknu verða eftir þrjú útibú bankans á höfuðborgarsvæðinu; við Smáralind, í Laugardal og Hafnarfirði. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir í samtali við Vísi að  þessu fylgi engar uppsagnir.

Ákvörðunin er sögð byggja á sífellt fækkandi heimsóknum í útibú, samhliða aukinni notkun á heimabanka og smáforriti Íslandsbanka. Heimsóknum hafi fækkað um allt að 70 prósent og notkun á smáforritinu aukist um 400 prósent frá áramótum. Kórónuveirufaraldurinn hafi flýtt þeirri þróun en fyrrnefndu útibúin á Höfðabakka og Granda voru einu útibú bankans sem opnuðu ekki aftur 11. maí vegna faraldursins.

Íslandsbanki segist jafnframt í tilkynningu um málið ætla að efla einstaklingsþjónustu í útibúinu í Laugardal, þar sem húsnæðislánaþjónusta bankans verður til húsa. Þjónusta við lítil og meðalstór fyrirtæki verður að sama skapi sameinuð 8. júní og verður þá til húsa í Norðurturninum við Smáralind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×