Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2020 20:11 Árni Bragason landgræðslustjóri. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða og vonast til að enn stærri skref verði stigin með nýrri reglugerð í haust. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hluti sauðfjárbænda fær styrki til að stunda ofbeit á kostnað skattgreiðenda, að mati Ólafs Arnalds, prófessors í jarðvegsfræði, sem segir gæðastýringarkerfi, sem átti að tryggja góða landnýtingu, vera blekkingu og grænþvott. Sjá hér: Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Árni Bragason landgræðslustjóri tekur undir þá fullyrðingu Ólafs að landbúnaðarráðuneytið hafi skikkað Landgræðsluna til að votta land samkvæmt skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir ekki. „Landgræðslan mótmælti þessum reglum og skrifaði ekki upp á þær, - taldi þær ekki ganga nógu langt og þær gæfu ekki rétta mynd af því hver raunveruleg staða væri.“ Landgræðslustjóri telur beitarvandann ná til um 15 prósent sauðfjár.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita fé á illa farið land. „Já, það er bara því miður þannig. Við erum það. Og það eru illa farin svæði á gosbeltinu sem við þurfum að taka á. Og ég er ekkert að segja neitt nýtt þar. En tek fram, - það sem Ólafur benti líka á, - þetta er ekki nema hluti af framleiðslunni.“ Eða um 15 prósent. Árni telur gæðastýringuna þó hafa gagnast vel. „Gæðastýringin hefur skilað því að það er búið að friða mjög víða um land stór svæði sem voru illa farin og eru illa farin. Þannig að það er búið að stíga mörg mjög góð skref,“ segir Árni. Hann segir að framundan séu fleiri skref. Nýtt mat á ástandi lands verði birt í næsta mánuði í samstarfsverkefninu GróLind með bændum. Þá sé vonast eftir nýrri reglugerð frá umhverfisráðherra í haust. „Við vonumst til þess að það verði stigin alvöru skref í þessu núna næstkomandi vetur og að við færumst í rétta átt með þessi mál á næstu árum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða og vonast til að enn stærri skref verði stigin með nýrri reglugerð í haust. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hluti sauðfjárbænda fær styrki til að stunda ofbeit á kostnað skattgreiðenda, að mati Ólafs Arnalds, prófessors í jarðvegsfræði, sem segir gæðastýringarkerfi, sem átti að tryggja góða landnýtingu, vera blekkingu og grænþvott. Sjá hér: Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Árni Bragason landgræðslustjóri tekur undir þá fullyrðingu Ólafs að landbúnaðarráðuneytið hafi skikkað Landgræðsluna til að votta land samkvæmt skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir ekki. „Landgræðslan mótmælti þessum reglum og skrifaði ekki upp á þær, - taldi þær ekki ganga nógu langt og þær gæfu ekki rétta mynd af því hver raunveruleg staða væri.“ Landgræðslustjóri telur beitarvandann ná til um 15 prósent sauðfjár.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita fé á illa farið land. „Já, það er bara því miður þannig. Við erum það. Og það eru illa farin svæði á gosbeltinu sem við þurfum að taka á. Og ég er ekkert að segja neitt nýtt þar. En tek fram, - það sem Ólafur benti líka á, - þetta er ekki nema hluti af framleiðslunni.“ Eða um 15 prósent. Árni telur gæðastýringuna þó hafa gagnast vel. „Gæðastýringin hefur skilað því að það er búið að friða mjög víða um land stór svæði sem voru illa farin og eru illa farin. Þannig að það er búið að stíga mörg mjög góð skref,“ segir Árni. Hann segir að framundan séu fleiri skref. Nýtt mat á ástandi lands verði birt í næsta mánuði í samstarfsverkefninu GróLind með bændum. Þá sé vonast eftir nýrri reglugerð frá umhverfisráðherra í haust. „Við vonumst til þess að það verði stigin alvöru skref í þessu núna næstkomandi vetur og að við færumst í rétta átt með þessi mál á næstu árum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28