Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 13:20 Vladímír Pútín Rússlandsforseta virðir fyrir sér fána frá sovéttímanum með andlitum Vladímírs Lenín og Jósefs Stalín. Enginn hefur ríkt lengur í Rússland en Pútín frá því að Stalín lést árið 1953. AP/Alexei Nikolsky/Spútnik Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, styður tillögu um breytingu á stjórnarskrá sem gerði Pútín kleift að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. Pútín er ekki kjörgengur þá samkvæmt núgildandi stjórnarskrá Rússlands. Umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands sem Pútín lagði óvænt fram í janúar eru af mörgum taldar eiga að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að fjórða kjörtímabili hans sem forseta lýkur eftir fjögur ár. Þingmenn Sameinaðs Rússlands lögðu til í dag að stjórnarskránni yrði breytt þannig að Pútín fengi að byrja upp á nýtt með hreinan skjöld og bjóða sig fram aftur til forseta líkt og það væri í fyrsta skipti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dúman, neðri deild þingsins, er þegar búin að samþykkja tillöguna. Pútín, sem hefur stýrt Rússlandi með harðri hendi í tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá tíð harðstjórans Jósefs Stalín, segist styðja tillögu flokksins. Hann sé andsnúinn því að afnema ákvæði um hámarksembættissetu en fylgjandi því að endurskoða hversu lengi menn mega gegna forsetaembættinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði Pútín gert lítið úr möguleikanum á að hann gæti setið áfram sem forseti eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Á föstudag sagði hann verkamönnum og aðgerðasinnum í Ivanovo að hann vildi ekki afnema ákvæði sem takmarka hversu lengi menn geta setið á forsetastóli. Það væri þó ekki vegna þess að hann óttaðist sjálfan sig eða að hann gæti „gengið af göflunum“. „Stöðugleiki, yfirveguð þróun landsins kann að vera mikilvæg núna en seinna þegar landið verður sjálfsöruggara og auðugra verður sannarlega þörf á því að tryggja mannabreytingar í ríkisstjórninni,“ sagði Pútín. Stjórnarskrárbreytingarnar eru enn til umræðu á rússneska þinginu en til stendur að leggja þær í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl. Rússland Tengdar fréttir Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, styður tillögu um breytingu á stjórnarskrá sem gerði Pútín kleift að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. Pútín er ekki kjörgengur þá samkvæmt núgildandi stjórnarskrá Rússlands. Umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands sem Pútín lagði óvænt fram í janúar eru af mörgum taldar eiga að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að fjórða kjörtímabili hans sem forseta lýkur eftir fjögur ár. Þingmenn Sameinaðs Rússlands lögðu til í dag að stjórnarskránni yrði breytt þannig að Pútín fengi að byrja upp á nýtt með hreinan skjöld og bjóða sig fram aftur til forseta líkt og það væri í fyrsta skipti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dúman, neðri deild þingsins, er þegar búin að samþykkja tillöguna. Pútín, sem hefur stýrt Rússlandi með harðri hendi í tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá tíð harðstjórans Jósefs Stalín, segist styðja tillögu flokksins. Hann sé andsnúinn því að afnema ákvæði um hámarksembættissetu en fylgjandi því að endurskoða hversu lengi menn mega gegna forsetaembættinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði Pútín gert lítið úr möguleikanum á að hann gæti setið áfram sem forseti eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Á föstudag sagði hann verkamönnum og aðgerðasinnum í Ivanovo að hann vildi ekki afnema ákvæði sem takmarka hversu lengi menn geta setið á forsetastóli. Það væri þó ekki vegna þess að hann óttaðist sjálfan sig eða að hann gæti „gengið af göflunum“. „Stöðugleiki, yfirveguð þróun landsins kann að vera mikilvæg núna en seinna þegar landið verður sjálfsöruggara og auðugra verður sannarlega þörf á því að tryggja mannabreytingar í ríkisstjórninni,“ sagði Pútín. Stjórnarskrárbreytingarnar eru enn til umræðu á rússneska þinginu en til stendur að leggja þær í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl.
Rússland Tengdar fréttir Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15