Lífið

Ári eftir hárígræðsluna er hárið komið og Arngrími líður betur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meðferðin heppnaðist nokkuð vel hjá Arngrími.
Meðferðin heppnaðist nokkuð vel hjá Arngrími.

Fyrir ári hitti Sindri Sindrason Arngrím sem var þá nýkominn frá Tyrklandi þar sem hann fór í hárígræðslu.

Lengi hafði honum liðið illa yfir að vera búinn að missa mest allt hárið og var vongóður um að innan árs yrði staðan önnur. Og það reyndist rétt.

Í dag er Arngrímur öruggari með sig, líður mun betur, ekki síst þegar hann greiðir sér á morgnana og setur gel í hárið.

Í þætti gærkvöldsins var rifjað  upp Sindri hitti Arngrím fyrst og ræddi hann síðan við hann núna ári síðar.

„Þetta er búið að vera gott ár miðað við hárvöxtinn,“ segir Arngrímur Baldursson ári síðar og það hjá rakaranum.

„Þetta hefur gengið mjög vel og í raun og veru vonum framar. Þetta tók sinn tíma að myndast og í október 2019 var ég orðinn sáttur. Sárið sem ég fékk var frekar lengi að gróa og það settist aðeins á sálina.“

Hann segist geta farið aftur í meðferð til að bæta enn við hárvöxtinn.

„Þetta var það sársaukafullt að mig langar það ekkert endilega,“ segir Arngrímur en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.