Bankarnir: Hvað verður um störfin? Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 10:00 Þorvaldur Henningsson lauk nýverið verkefni til meistaraprófs í stjórnun og stefnumótun við Viðskiptafræðideild HÍ. Verkefnið ber heitið ,,Hvað verður um störfin? Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálastarfsemi.“ Vísir/Þorvaldur Henningsson Íslensku fjármálafyrirtækin eru einungis á byrjunarreit hvað varðar nýtingu gervigreindar við sjálfvirknivæðingu. Sum störf munu hverfa og mönnunarþörf og samsetning teyma breytast. Mikilvægt er að þjálfa núverandi starfsfólk í að taka að sér ný verkefni þar sem nýrrar þekkingar og hæfni er krafist. Þetta segir Þorvaldur Henningsson sem nýverið skilaði af sér lokaverkefni til meistaraprófs í stjórnun og stefnumótun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Yfirskrift verkefnisins er „Hvað verður um störfin? Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálastarfsemi.“ Þorvaldur starfar sem Director hjá Risk Advisory hjá Deloitte í Belgíu. Þorvaldur segir ljóst að á næstu fimm árum munum við sjá töluverðar breytingar í samsetningu vinnuafls hjá fjármálafyrirtækjunum. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að í sumum tilfellum verður mannshöndin óþörf og sum störf verða að miklu eða öllu leyti framkvæmd af stafrænum lausnum. Þetta mun líklega valda því að það verða verulegar breytingar á því hvaða störf starfsfólkið mun sinna. Óhjákvæmilega munu einhverjir missa störfin sín. Í nánustu framtíð á þetta kannski helst við um starfsfólk sem starfar í innslætti gagna og verkefnum með rafræn gögn sem einkennast af endurtekningum. En ef við horfum lengra fram í tímann er líklegt að með gervigreind muni stafrænar lausnir að hluta taka yfir verkefni sem krefjast útsjónarsemi og rökhugsunar. Áhugavert er að hugsa til þess að þrátt fyrir að umtalsverð sjálfvirknivæðing hafi þegar átt sér stað hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi, þá er útlit fyrir að fyrirtækin séu einungis á byrjunarreit hvað varðar nýtingu gervigreindar við sjálfvirknivæðinguna.“ Starfsfólk eðlilega með áhyggjur Þorvaldur segir eðlilegt að tilhugsunin um aukna sjálfvirknivæðingu geti valdið áhyggjum hjá starfsfólki en mikilvægt sé að hafa í huga að ný störf muni skapast. „Eðlilega getur tilhugsunin um aukna sjálfvirknivæðingu starfa valdið áhyggjum hjá starfsfólki en það er mikilvægt að hafa í huga að sjálfvirknivæðing starfa hefur átt sér stað um áratuga skeið og sífellt hafa skapast ný störf fyrir starfsfólk. Þó svo að tækninni fleygi fram og þar með möguleikum til sjálfvirknivæðingar þá er vert að hafa í huga að sum störf eru þess eðlis að mannlegir eiginleikar eins og til dæmis umhyggja skipta höfuðmáli þegar kemur að því að tryggja ánægju viðskiptavina. Þannig verður mannfólkið betra heldur en tæknilausnir í að sinna slíkum verkefnum. Það er mín tilfinning að stjórnendur hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi geri sér fyllilega grein fyrir þessu og hafi þetta í huga þegar kemur að því að forgangsraða verkefnum sem á að sjálfvirknivæða.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag er fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar. Þorvaldur segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það sé leið til að sporna við of miklum uppsögnum.Vísir/Getty Ljóst má vera að ákveðin störf verða sjálfvirknivædd á næstu árum og að annað hvort þarf að finna nýjan farveg fyrir starfsfólk sem er að sinna þessum störfum eða þá að horfast í augu við að samhliða sjálfvirknivæðingunni muni fólkinu verða sagt upp störfum Þjálfun starfsfólks mikilvæg Þorvaldur segir mikilvægt að þjálfa núverandi starfsfólk í að taka að sér ný verkefni því þannig geti fyrirtækin reynt að draga úr uppsögnum, nýta þá þekkingu sem er til staðar innan fyrirtækisins og sýna starfsfólkinu tryggð. ,,Ljóst má vera að ákveðin störf verða sjálfvirknivædd á næstu árum og að annað hvort þarf að finna nýjan farveg fyrir starfsfólk sem er að sinna þessum störfum eða þá að horfast í augu við að samhliða sjálfvirknivæðingunni muni fólkinu verða sagt upp störfum. Ef fram fer sem horfir að þá má búast við að á íslenskum vinnumarkaði verði skortur á fólki sem hefur þekkingu til að hjálpa fyrirtækjunum að raungera stafræna stefnu þeirra. Ætla má að einkar mikilvægt verði að þjálfa núverandi starfsfólk í að taka að sér ný verkefni þar sem nýrrar þekkingar og hæfni er krafist, þar sem líkur eru á að fyrirtækin muni þurfa að berjast um takmarkaðan fjölda starfsmanna sem býr yfir þeirri þekkingu sem þarf til að innleiða nýja tækni í starfsemina. Ég tel að það séu umtalsverð tækifæri sem felast í því að tengja betur saman markmið stafrænnar stefnu fyrirtækjanna og mat á afleiðingum sem stefnan mun hafa á mönnunarþörf. Þannig sé hægt á skipulegan hátt að greina hvort hæfni sem krafist er í störfum sem fyrirhugað er að sjálfvirknivæða muni henta í önnur störf innan viðkomandi fyrirtækis sem vitað er með nokkurri vissu að þörf verði fyrir að manna.“ En hvað mun breytast innanhús hjá þessum fyrirtækjum til dæmis varðandi störfin sjálf eða samsetningu teyma? ,,Þegar kemur að því að sjálfvirknivæða störf er ekki nóg að setja saman hóp af vel menntuðu tæknifólki, heldur þarf slíkur starfshópur einnig að hafa fólk með mikla þekkingu á þörfum viðskiptavina, lagalegum kröfum, viðmótsþróun tæknilausna og svo mætti lengi telja. Á næstu fimm árum mun því eiga sér stað umtalsverð breyting á samsetningu starfsmanna þar sem sérfræðimenntuðum mun fjölga á kostnað þeirra sem einungis búa yfir grunnnámi.“ Sköpun og hæfni í samskiptum eftirsótt Þorvaldur segir líklegt að aukin krafa verði um hærra menntunarstig starfsfólks en þó megi ekki vanmeta aðra hæfni, svo sem í sköpun og samskiptum. ,,Búast má við að almennt verði aukin krafa um hærra menntunarstig starfsfólks í fjármálastarfsemi en ekki má þó vanmeta mannlega þáttinn í starfseminni og því ber að horfa til þess að auk góðrar menntunar þá verða sköpunargáfa, hæfileikar í mannlegum samskiptum og geta til að hugsa út fyrir rammann í auknum mæli, eftirsóknarverðir eiginleikar hjá starfsfólki.“ Á næstu fimm árum mun því eiga sér stað umtalsverð breyting á samsetningu starfsmanna þar sem sérfræðimenntuðum mun fjölga á kostnað þeirra sem einungis búa yfir grunnnámi Þorvaldur segir harða samkeppni á vinnuafli framundan þar sem fjármálafyrirtæki þar sem samsetning starfsmannahópa muni breytast.Vísir/Aðsend Margar nágrannaþjóðir okkar hafa þegar mótað sér hæfnistefnu með það að markmiði að tryggja að framboð náms og fræðslu sé í samræmi við þarfir samfélagsins hverju sinni Mikil tækifæri í hæfnispá fyrir íslenskt atvinnulíf Að sögn Þorvaldar hafa mörg nágrannalönd okkar þegar mótað sér hæfnistefnu til að tryggja að framboð náms sé í samræmi við þarfir samfélagsins. Að hans mati þyrfti að framkvæma slíkar hæfnispár reglulega hér. „Annað tækifæri sem ég tel að leggja þurfi meiri áherslu á er að framkvæma reglulegar hæfnispár fyrir íslenskt atvinnulíf. Með hæfnispám verða til mikilvægar upplýsingar sem nýtast við stefnumótun og ákvarðanatöku hjá fyrirtækjum, einstaklingum og stjórnvöldum. Hæfnispár geta gefið ákveðna mynd af væntanlegri þróun á vinnumarkaði og samspili við aðra þætti samfélagsins svo sem menntakerfi. Með slíkum spám er miðað að því að draga úr misræmi milli eftirspurnar og framboðs á tiltekinni hæfni á vinnumarkaði. Margar nágrannaþjóðir okkar hafa þegar mótað sér hæfnistefnu með það að markmiði að tryggja að framboð náms og fræðslu sé í samræmi við þarfir samfélagsins hverju sinni. Slíkar upplýsingar geta einnig gagnast námsmönnum við að taka upplýsta ákvörðun um nám sem líklegt er til að tryggja þeim góð atvinnutækifæri.“ En hversu mikil áhrif mun sjálfvirknivæðingin hafa á mönnunarþörf fjármálafyrirtækja árin 2020-2024? „Á næstu fimm árum er líklegt að fækkun verði í störfum þar sem mikið er um innslátt gagna og tiltölulega regluleg verkefni sem innihalda mikið af endurtekningum. Þannig má telja líklegt að áhrifanna megi meðal annars vænta í störfum eins og bókhaldi, bakvinnslu, afgreiðslu í útibúum, greiðslumiðlun og umsýslu lána. Ekki er fyrirséð að þessi störf verði að fullu sjálfvirknivædd í nánustu framtíð, heldur munu tæknilausnir spila stærra hlutverk við framkvæmd þessara starfa sem mun að öllum líkindum leiða til þess að minni þörf verður fyrir aðkomu starfsfólks. Búast má við aukinni áherslu fyrirtækjanna á að ráða til sín starfsfólk sem getur stuðlað að enn frekari stafrænni þróun eða sjálfvirknivæðingu hjá fjármálafyrirtækjunum. Sjálfvirknivæðing á tiltekinni þjónustu mun hafa í för með sér að fjöldi sérfræðinga þarf að koma að slíku verkefni. Það þarf því ekki að koma á óvart að mörg fyrirtæki í fjármálastarfsemi eru að huga að því að fjölga sérfræðingum á sviði hugbúnaðargerðar og gagnavísinda.“ heldur munu tæknilausnir spila stærra hlutverk við framkvæmd þessara starfa sem mun að öllum líkindum leiða til þess að minni þörf verður fyrir aðkomu starfsfólks Hörð samkeppni á vinnuafli framundan Þorvaldur segir samsetningu starfsmannahópa munu breytast og hörð samkeppni á vinnuafli sé framundan. Mikilvægt sé að fjármálafyrirtækin hafi á að skipa réttum fjölda starfsfólks, með rétta hæfni, á réttum stað og á réttum tíma. „Fyrirtæki munu á komandi árum þurfa að breyta samsetningu starfsmannahópa sinna á þann veg að auka hlutfall starfsmanna sem hefur þekkingu á sviði tækni og annarrar þekkingar sem þörf er á til að gera fyrirtækjunum kleift að nýta þau tækifæri sem ný tækni hefur í för með sér. Ljóst er að aðilar á vinnumarkaði sem hafa þá þekkingu og hæfni sem fyrirtækin leita eftir eru takmörkuð auðlind og líklegt að fyrirtækin muni þurfa að leggja sig verulega fram við að fá slíka starfsmenn til sín, en einnig verður það ákveðin áskorun að halda þessum starfsmönnum því að önnur fyrirtæki munu líklega sýna þeim áhuga. Það er því áframhaldandi útlit fyrir harða samkeppni um vinnuafl. Líklegt er að þegar hraðar breytingar eru á hæfniþörf að þá verði lögð enn meiri áhersla á að tryggja að fyrirtækin lendi ekki í þeirri stöðu að hæfniskortur hefti samkeppnisgetu þeirra. Við slíkar aðstæður er líklegt að aukin áhersla verði á vinnuaflsáætlanir, en slíkar áætlanir eiga að tryggja að fyrirtæki hafi á að skipa réttum fjölda starfsfólks, með rétta hæfni, á réttum stað, á réttum tíma, til að ná að uppfylla skammtíma- og langtíma markmið miðað við viðskiptastefnu þeirra.“ Fyrirtæki munu á komandi árum þurfa að breyta samsetningu starfsmannahópa sinna á þann veg að auka hlutfall starfsmanna sem hefur þekkingu á sviði tækni Þorvaldur segir yngri viðskiptavini vilja fá þjónustu þegar þeim hentar og án þess að þurfa að eiga í samskiptum við aðra manneskju.Vísir/Getty Þó svo að PSD2 tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslenska löggjöf þá er vitað að hún mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif og opna fyrir samkeppni frá nýjum aðilum á markaði þegar hún verður innleidd hér á landi Blikur á lofti í samkeppnisumhverfi Þorvaldur segir hvata þess að fjármálafyrirtækin séu að leggja mikla áherslu á sjálfvirknivæðingu helst skýrast af þrennu: Ótta við aukna samkeppni, kröfu um aukna hagræðingu í rekstri og kröfu viðskiptavina um betra aðgengi og meiri hraða í þjónustu. Þá segir hann blikur á lofti í samkeppnisumhverfi. „Það eru blikur á lofti í samkeppnisumhverfi á íslenskum fjármálamarkaði. Um er að ræða markað sem lengi var talinn íhaldssamur og lítið um samkeppni, en vegna framþróunar í tækni og breytinga á regluverki eru samkeppniskraftarnir að breytast og tækifæri að skapast fyrir nýja aðila til að reyna fyrir sér á þessum markaði. Þröskuldurinn fyrir nýja aðila til að keppa á markaðnum er að lækka og verið er að opna á að viðskiptavinir geti með auðveldari hætti en áður fært sig á milli þjónustuveitenda. Framboð á staðkvæmdarvörum hefur aukist með tilkomu nýrra tæknilausna og birgjar hafa fært þjónustu sína að einhverju leyti inn á þann markað sem fjármálafyrirtækin voru áður nánast með einokun á til dæmis greiðslumiðlun. PSD2 tilskipun Evrópusambandsins virðist vera einn helsti hvatinn að breytingum á samkeppnisumhverfi hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi. Tilskipunin hefur það að markmiði að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, og bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum. Þó svo að PSD2 tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslenska löggjöf þá er vitað að hún mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif og opna fyrir samkeppni frá nýjum aðilum á markaði þegar hún verður innleidd hér á landi. Fyrirtækin eru því mörg hver að búa sig undir þessa breytingu með aukinni áherslu á stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu.“ Smæð markaðar og krónan hefur áhrif Yngri viðskiptavinir eru ekki með sams konar kröfur um þjónustu og eldri viðskiptavinir og þá töldu viðmælendur Þorvaldar í verkefninu smæð markaðarins og íslensku krónuna geta haft áhrif á þróunina. „Töluverð áhersla virðist vera á hagræðingu í rekstri hjá fjármálafyrirtækjum. Ástæður þessa geta verið fjölmargar en sterklega kom fram í viðtölum sem ég tók vegna rannsóknaverkefnis míns, að margir viðmælenda töldu að vegna smæðar íslensks fjármálamarkaðar væri erfitt fyrir fyrirtækin að keppa við stærri erlend fyrirtæki þegar og ef þau myndu hefja innreið sína á íslenskan markað með hlutfallega lægri rekstrarkostnað vegna stærðarhagkvæmni. Einnig virðist talsverður ótti um áhrif fjártæknifyrirtækja á samkeppnismarkaðinn. Talsverður munur virðist vera á kröfum viðskiptavina fjármálafyrirtækjanna um þjónustu eftir því á hvaða aldursskeiði þeir eru. Á meðan hinir eldri vilji gjarnan geta mætt á tiltekinn stað og átt þar viðskipti við manneskju frekar en tölvu, þá sé þessu hins vegar öfugt farið þegar kemur að yngri viðskiptavinum sem líti jafnvel svo á að þjónusta sé ekki í boði ef þeir geta ekki nálgast hana á netinu og afgreitt sig sjálfir á þeim tíma og frá þeim stað sem þeim hentar, án þess að þurfa að eiga í samskiptum við aðra manneskju.“ En er íslenskt samfélag tilbúið fyrir þessar breytingar? „Ég held að ekkert samfélag sé að fullu tilbúið til að takast á við þær áskoranir sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér. Þó að Ísland sé eyland á landfræðilegan mælikvarða þá er landið síður en svo einangrað þegar kemur að upplýsingatækni og tengingu við Internetið. Þar af leiðandi mun íslenskt samfélag bæði njóta góðs af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og einnig þurfa að takast á við þær áskoranir sem hún kann að hafa í för með sér. Ljóst má vera að ákveðin störf verða sjálfvirknivædd á næstu árum og að annað hvort þarf að finna nýjan farveg fyrir starfsfólk sem er að sinna þessum störfum eða þá að horfast í augu við að samhliða sjálfvirknivæðingunni muni fólkinu verða sagt upp störfum. Ef fram fer sem horfir að þá má búast við að á íslenskum vinnumarkaði verði skortur á hæfu fólki sem getur hjálpað fyrirtækjum að raungera stafræna stefnu þeirra.“ Loks segir Þorvaldur að mikilvægt sé að stjórnendur hafi skilning til að átta sig á þeim möguleikum sem ný tækni hefur í för með sér. „Af ofangreindu má draga þá ályktun að fjöldi fyrirtækja muni á næstu árum standa frammi fyrir töluverðum áskorunum hvað varðar mannauðsstjórnun. Hvernig eiga þau að tryggja að þau séu eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þá tegund starfsmanna sem þau hafa helst þörf fyrir? Hvernig eiga þau að meðhöndla starfsmenn sem eru í dag í störfum sem munu líklega verða sjálfvirknivædd í nánustu framtíð? Hvernig eiga þau að tryggja að stjórnendur fyrirtækjanna hafi nægjanlegan skilning til að átta sig á þeim möguleikum sem ný tækni hefur í för með sér?“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag er fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Fjártækni Tengdar fréttir Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Bankar á krossgötum Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið. 12. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Íslensku fjármálafyrirtækin eru einungis á byrjunarreit hvað varðar nýtingu gervigreindar við sjálfvirknivæðingu. Sum störf munu hverfa og mönnunarþörf og samsetning teyma breytast. Mikilvægt er að þjálfa núverandi starfsfólk í að taka að sér ný verkefni þar sem nýrrar þekkingar og hæfni er krafist. Þetta segir Þorvaldur Henningsson sem nýverið skilaði af sér lokaverkefni til meistaraprófs í stjórnun og stefnumótun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Yfirskrift verkefnisins er „Hvað verður um störfin? Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálastarfsemi.“ Þorvaldur starfar sem Director hjá Risk Advisory hjá Deloitte í Belgíu. Þorvaldur segir ljóst að á næstu fimm árum munum við sjá töluverðar breytingar í samsetningu vinnuafls hjá fjármálafyrirtækjunum. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að í sumum tilfellum verður mannshöndin óþörf og sum störf verða að miklu eða öllu leyti framkvæmd af stafrænum lausnum. Þetta mun líklega valda því að það verða verulegar breytingar á því hvaða störf starfsfólkið mun sinna. Óhjákvæmilega munu einhverjir missa störfin sín. Í nánustu framtíð á þetta kannski helst við um starfsfólk sem starfar í innslætti gagna og verkefnum með rafræn gögn sem einkennast af endurtekningum. En ef við horfum lengra fram í tímann er líklegt að með gervigreind muni stafrænar lausnir að hluta taka yfir verkefni sem krefjast útsjónarsemi og rökhugsunar. Áhugavert er að hugsa til þess að þrátt fyrir að umtalsverð sjálfvirknivæðing hafi þegar átt sér stað hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi, þá er útlit fyrir að fyrirtækin séu einungis á byrjunarreit hvað varðar nýtingu gervigreindar við sjálfvirknivæðinguna.“ Starfsfólk eðlilega með áhyggjur Þorvaldur segir eðlilegt að tilhugsunin um aukna sjálfvirknivæðingu geti valdið áhyggjum hjá starfsfólki en mikilvægt sé að hafa í huga að ný störf muni skapast. „Eðlilega getur tilhugsunin um aukna sjálfvirknivæðingu starfa valdið áhyggjum hjá starfsfólki en það er mikilvægt að hafa í huga að sjálfvirknivæðing starfa hefur átt sér stað um áratuga skeið og sífellt hafa skapast ný störf fyrir starfsfólk. Þó svo að tækninni fleygi fram og þar með möguleikum til sjálfvirknivæðingar þá er vert að hafa í huga að sum störf eru þess eðlis að mannlegir eiginleikar eins og til dæmis umhyggja skipta höfuðmáli þegar kemur að því að tryggja ánægju viðskiptavina. Þannig verður mannfólkið betra heldur en tæknilausnir í að sinna slíkum verkefnum. Það er mín tilfinning að stjórnendur hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi geri sér fyllilega grein fyrir þessu og hafi þetta í huga þegar kemur að því að forgangsraða verkefnum sem á að sjálfvirknivæða.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag er fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar. Þorvaldur segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það sé leið til að sporna við of miklum uppsögnum.Vísir/Getty Ljóst má vera að ákveðin störf verða sjálfvirknivædd á næstu árum og að annað hvort þarf að finna nýjan farveg fyrir starfsfólk sem er að sinna þessum störfum eða þá að horfast í augu við að samhliða sjálfvirknivæðingunni muni fólkinu verða sagt upp störfum Þjálfun starfsfólks mikilvæg Þorvaldur segir mikilvægt að þjálfa núverandi starfsfólk í að taka að sér ný verkefni því þannig geti fyrirtækin reynt að draga úr uppsögnum, nýta þá þekkingu sem er til staðar innan fyrirtækisins og sýna starfsfólkinu tryggð. ,,Ljóst má vera að ákveðin störf verða sjálfvirknivædd á næstu árum og að annað hvort þarf að finna nýjan farveg fyrir starfsfólk sem er að sinna þessum störfum eða þá að horfast í augu við að samhliða sjálfvirknivæðingunni muni fólkinu verða sagt upp störfum. Ef fram fer sem horfir að þá má búast við að á íslenskum vinnumarkaði verði skortur á fólki sem hefur þekkingu til að hjálpa fyrirtækjunum að raungera stafræna stefnu þeirra. Ætla má að einkar mikilvægt verði að þjálfa núverandi starfsfólk í að taka að sér ný verkefni þar sem nýrrar þekkingar og hæfni er krafist, þar sem líkur eru á að fyrirtækin muni þurfa að berjast um takmarkaðan fjölda starfsmanna sem býr yfir þeirri þekkingu sem þarf til að innleiða nýja tækni í starfsemina. Ég tel að það séu umtalsverð tækifæri sem felast í því að tengja betur saman markmið stafrænnar stefnu fyrirtækjanna og mat á afleiðingum sem stefnan mun hafa á mönnunarþörf. Þannig sé hægt á skipulegan hátt að greina hvort hæfni sem krafist er í störfum sem fyrirhugað er að sjálfvirknivæða muni henta í önnur störf innan viðkomandi fyrirtækis sem vitað er með nokkurri vissu að þörf verði fyrir að manna.“ En hvað mun breytast innanhús hjá þessum fyrirtækjum til dæmis varðandi störfin sjálf eða samsetningu teyma? ,,Þegar kemur að því að sjálfvirknivæða störf er ekki nóg að setja saman hóp af vel menntuðu tæknifólki, heldur þarf slíkur starfshópur einnig að hafa fólk með mikla þekkingu á þörfum viðskiptavina, lagalegum kröfum, viðmótsþróun tæknilausna og svo mætti lengi telja. Á næstu fimm árum mun því eiga sér stað umtalsverð breyting á samsetningu starfsmanna þar sem sérfræðimenntuðum mun fjölga á kostnað þeirra sem einungis búa yfir grunnnámi.“ Sköpun og hæfni í samskiptum eftirsótt Þorvaldur segir líklegt að aukin krafa verði um hærra menntunarstig starfsfólks en þó megi ekki vanmeta aðra hæfni, svo sem í sköpun og samskiptum. ,,Búast má við að almennt verði aukin krafa um hærra menntunarstig starfsfólks í fjármálastarfsemi en ekki má þó vanmeta mannlega þáttinn í starfseminni og því ber að horfa til þess að auk góðrar menntunar þá verða sköpunargáfa, hæfileikar í mannlegum samskiptum og geta til að hugsa út fyrir rammann í auknum mæli, eftirsóknarverðir eiginleikar hjá starfsfólki.“ Á næstu fimm árum mun því eiga sér stað umtalsverð breyting á samsetningu starfsmanna þar sem sérfræðimenntuðum mun fjölga á kostnað þeirra sem einungis búa yfir grunnnámi Þorvaldur segir harða samkeppni á vinnuafli framundan þar sem fjármálafyrirtæki þar sem samsetning starfsmannahópa muni breytast.Vísir/Aðsend Margar nágrannaþjóðir okkar hafa þegar mótað sér hæfnistefnu með það að markmiði að tryggja að framboð náms og fræðslu sé í samræmi við þarfir samfélagsins hverju sinni Mikil tækifæri í hæfnispá fyrir íslenskt atvinnulíf Að sögn Þorvaldar hafa mörg nágrannalönd okkar þegar mótað sér hæfnistefnu til að tryggja að framboð náms sé í samræmi við þarfir samfélagsins. Að hans mati þyrfti að framkvæma slíkar hæfnispár reglulega hér. „Annað tækifæri sem ég tel að leggja þurfi meiri áherslu á er að framkvæma reglulegar hæfnispár fyrir íslenskt atvinnulíf. Með hæfnispám verða til mikilvægar upplýsingar sem nýtast við stefnumótun og ákvarðanatöku hjá fyrirtækjum, einstaklingum og stjórnvöldum. Hæfnispár geta gefið ákveðna mynd af væntanlegri þróun á vinnumarkaði og samspili við aðra þætti samfélagsins svo sem menntakerfi. Með slíkum spám er miðað að því að draga úr misræmi milli eftirspurnar og framboðs á tiltekinni hæfni á vinnumarkaði. Margar nágrannaþjóðir okkar hafa þegar mótað sér hæfnistefnu með það að markmiði að tryggja að framboð náms og fræðslu sé í samræmi við þarfir samfélagsins hverju sinni. Slíkar upplýsingar geta einnig gagnast námsmönnum við að taka upplýsta ákvörðun um nám sem líklegt er til að tryggja þeim góð atvinnutækifæri.“ En hversu mikil áhrif mun sjálfvirknivæðingin hafa á mönnunarþörf fjármálafyrirtækja árin 2020-2024? „Á næstu fimm árum er líklegt að fækkun verði í störfum þar sem mikið er um innslátt gagna og tiltölulega regluleg verkefni sem innihalda mikið af endurtekningum. Þannig má telja líklegt að áhrifanna megi meðal annars vænta í störfum eins og bókhaldi, bakvinnslu, afgreiðslu í útibúum, greiðslumiðlun og umsýslu lána. Ekki er fyrirséð að þessi störf verði að fullu sjálfvirknivædd í nánustu framtíð, heldur munu tæknilausnir spila stærra hlutverk við framkvæmd þessara starfa sem mun að öllum líkindum leiða til þess að minni þörf verður fyrir aðkomu starfsfólks. Búast má við aukinni áherslu fyrirtækjanna á að ráða til sín starfsfólk sem getur stuðlað að enn frekari stafrænni þróun eða sjálfvirknivæðingu hjá fjármálafyrirtækjunum. Sjálfvirknivæðing á tiltekinni þjónustu mun hafa í för með sér að fjöldi sérfræðinga þarf að koma að slíku verkefni. Það þarf því ekki að koma á óvart að mörg fyrirtæki í fjármálastarfsemi eru að huga að því að fjölga sérfræðingum á sviði hugbúnaðargerðar og gagnavísinda.“ heldur munu tæknilausnir spila stærra hlutverk við framkvæmd þessara starfa sem mun að öllum líkindum leiða til þess að minni þörf verður fyrir aðkomu starfsfólks Hörð samkeppni á vinnuafli framundan Þorvaldur segir samsetningu starfsmannahópa munu breytast og hörð samkeppni á vinnuafli sé framundan. Mikilvægt sé að fjármálafyrirtækin hafi á að skipa réttum fjölda starfsfólks, með rétta hæfni, á réttum stað og á réttum tíma. „Fyrirtæki munu á komandi árum þurfa að breyta samsetningu starfsmannahópa sinna á þann veg að auka hlutfall starfsmanna sem hefur þekkingu á sviði tækni og annarrar þekkingar sem þörf er á til að gera fyrirtækjunum kleift að nýta þau tækifæri sem ný tækni hefur í för með sér. Ljóst er að aðilar á vinnumarkaði sem hafa þá þekkingu og hæfni sem fyrirtækin leita eftir eru takmörkuð auðlind og líklegt að fyrirtækin muni þurfa að leggja sig verulega fram við að fá slíka starfsmenn til sín, en einnig verður það ákveðin áskorun að halda þessum starfsmönnum því að önnur fyrirtæki munu líklega sýna þeim áhuga. Það er því áframhaldandi útlit fyrir harða samkeppni um vinnuafl. Líklegt er að þegar hraðar breytingar eru á hæfniþörf að þá verði lögð enn meiri áhersla á að tryggja að fyrirtækin lendi ekki í þeirri stöðu að hæfniskortur hefti samkeppnisgetu þeirra. Við slíkar aðstæður er líklegt að aukin áhersla verði á vinnuaflsáætlanir, en slíkar áætlanir eiga að tryggja að fyrirtæki hafi á að skipa réttum fjölda starfsfólks, með rétta hæfni, á réttum stað, á réttum tíma, til að ná að uppfylla skammtíma- og langtíma markmið miðað við viðskiptastefnu þeirra.“ Fyrirtæki munu á komandi árum þurfa að breyta samsetningu starfsmannahópa sinna á þann veg að auka hlutfall starfsmanna sem hefur þekkingu á sviði tækni Þorvaldur segir yngri viðskiptavini vilja fá þjónustu þegar þeim hentar og án þess að þurfa að eiga í samskiptum við aðra manneskju.Vísir/Getty Þó svo að PSD2 tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslenska löggjöf þá er vitað að hún mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif og opna fyrir samkeppni frá nýjum aðilum á markaði þegar hún verður innleidd hér á landi Blikur á lofti í samkeppnisumhverfi Þorvaldur segir hvata þess að fjármálafyrirtækin séu að leggja mikla áherslu á sjálfvirknivæðingu helst skýrast af þrennu: Ótta við aukna samkeppni, kröfu um aukna hagræðingu í rekstri og kröfu viðskiptavina um betra aðgengi og meiri hraða í þjónustu. Þá segir hann blikur á lofti í samkeppnisumhverfi. „Það eru blikur á lofti í samkeppnisumhverfi á íslenskum fjármálamarkaði. Um er að ræða markað sem lengi var talinn íhaldssamur og lítið um samkeppni, en vegna framþróunar í tækni og breytinga á regluverki eru samkeppniskraftarnir að breytast og tækifæri að skapast fyrir nýja aðila til að reyna fyrir sér á þessum markaði. Þröskuldurinn fyrir nýja aðila til að keppa á markaðnum er að lækka og verið er að opna á að viðskiptavinir geti með auðveldari hætti en áður fært sig á milli þjónustuveitenda. Framboð á staðkvæmdarvörum hefur aukist með tilkomu nýrra tæknilausna og birgjar hafa fært þjónustu sína að einhverju leyti inn á þann markað sem fjármálafyrirtækin voru áður nánast með einokun á til dæmis greiðslumiðlun. PSD2 tilskipun Evrópusambandsins virðist vera einn helsti hvatinn að breytingum á samkeppnisumhverfi hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi. Tilskipunin hefur það að markmiði að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, og bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum. Þó svo að PSD2 tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslenska löggjöf þá er vitað að hún mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif og opna fyrir samkeppni frá nýjum aðilum á markaði þegar hún verður innleidd hér á landi. Fyrirtækin eru því mörg hver að búa sig undir þessa breytingu með aukinni áherslu á stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu.“ Smæð markaðar og krónan hefur áhrif Yngri viðskiptavinir eru ekki með sams konar kröfur um þjónustu og eldri viðskiptavinir og þá töldu viðmælendur Þorvaldar í verkefninu smæð markaðarins og íslensku krónuna geta haft áhrif á þróunina. „Töluverð áhersla virðist vera á hagræðingu í rekstri hjá fjármálafyrirtækjum. Ástæður þessa geta verið fjölmargar en sterklega kom fram í viðtölum sem ég tók vegna rannsóknaverkefnis míns, að margir viðmælenda töldu að vegna smæðar íslensks fjármálamarkaðar væri erfitt fyrir fyrirtækin að keppa við stærri erlend fyrirtæki þegar og ef þau myndu hefja innreið sína á íslenskan markað með hlutfallega lægri rekstrarkostnað vegna stærðarhagkvæmni. Einnig virðist talsverður ótti um áhrif fjártæknifyrirtækja á samkeppnismarkaðinn. Talsverður munur virðist vera á kröfum viðskiptavina fjármálafyrirtækjanna um þjónustu eftir því á hvaða aldursskeiði þeir eru. Á meðan hinir eldri vilji gjarnan geta mætt á tiltekinn stað og átt þar viðskipti við manneskju frekar en tölvu, þá sé þessu hins vegar öfugt farið þegar kemur að yngri viðskiptavinum sem líti jafnvel svo á að þjónusta sé ekki í boði ef þeir geta ekki nálgast hana á netinu og afgreitt sig sjálfir á þeim tíma og frá þeim stað sem þeim hentar, án þess að þurfa að eiga í samskiptum við aðra manneskju.“ En er íslenskt samfélag tilbúið fyrir þessar breytingar? „Ég held að ekkert samfélag sé að fullu tilbúið til að takast á við þær áskoranir sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér. Þó að Ísland sé eyland á landfræðilegan mælikvarða þá er landið síður en svo einangrað þegar kemur að upplýsingatækni og tengingu við Internetið. Þar af leiðandi mun íslenskt samfélag bæði njóta góðs af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og einnig þurfa að takast á við þær áskoranir sem hún kann að hafa í för með sér. Ljóst má vera að ákveðin störf verða sjálfvirknivædd á næstu árum og að annað hvort þarf að finna nýjan farveg fyrir starfsfólk sem er að sinna þessum störfum eða þá að horfast í augu við að samhliða sjálfvirknivæðingunni muni fólkinu verða sagt upp störfum. Ef fram fer sem horfir að þá má búast við að á íslenskum vinnumarkaði verði skortur á hæfu fólki sem getur hjálpað fyrirtækjum að raungera stafræna stefnu þeirra.“ Loks segir Þorvaldur að mikilvægt sé að stjórnendur hafi skilning til að átta sig á þeim möguleikum sem ný tækni hefur í för með sér. „Af ofangreindu má draga þá ályktun að fjöldi fyrirtækja muni á næstu árum standa frammi fyrir töluverðum áskorunum hvað varðar mannauðsstjórnun. Hvernig eiga þau að tryggja að þau séu eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þá tegund starfsmanna sem þau hafa helst þörf fyrir? Hvernig eiga þau að meðhöndla starfsmenn sem eru í dag í störfum sem munu líklega verða sjálfvirknivædd í nánustu framtíð? Hvernig eiga þau að tryggja að stjórnendur fyrirtækjanna hafi nægjanlegan skilning til að átta sig á þeim möguleikum sem ný tækni hefur í för með sér?“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag er fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Fjártækni Tengdar fréttir Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Bankar á krossgötum Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið. 12. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00
Bankar á krossgötum Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið. 12. febrúar 2020 08:00