Björgunarsveitarmenn á Flateyri: „Aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:15 Magnús Einar hefur stýrt aðgerðum björgunarsveitarmanna á Flateyri í dag og síðustu nótt. Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent