Dvelur þrjá mánuði á ári erlendis og finnst erfitt að geta ekki verið á mörgum stöðum í einu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2020 10:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira