Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 09:00 Bjarni Benediktsson segir mikla blessun að enginn hafi farist í snjóflóðum gærkvöldsins. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23