Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 06:23 Frá Flateyri í nótt. Þar varð tjón á smábátum. Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. Af þeim sökum er erfitt að bera þau saman við fyrri flóð á svæðinu, til að mynda þau sem féllu um miðjan tíunda áratuginn, að sögn Tómasar Jóhannessonar hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar. Þó sé óhætt að fullyrða á þessari stundu að þau virðist hafa verið stór. Til stendur að senda fólk vestur með varðskipi þegar veður gengur niður, sem spár gera ráð fyrir að verði eftir hádegi. Þangað til er vaxandi snjóflóðahætta á svæðinu en þegar er búið að rýma þau hús og sveitabæi sem talið var að væru í mestri hættu. Óvissu- og hættustig vegna snjóflóðahættu hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og á Ísafirði undanfarna daga. Veðurstofan mun ekki endurmeta ofanflóðaspá fyrr en í birtingu.Sjá einnig: Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á VestfjörðumHarpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, telur í þessu samhengi að snjóflóðavarnargarðurinn á Flateyri hafi sannað gildi sitt. Í samtali við Ríkisútvarpið segir hún að sennilega hefðu snjóflóðin náð langt niður í byggð ef hans hefði ekki notið við. Það telst óalgengt að þrjú snjóflóð af þessari stærðargráðu falli með svo skömmu millibili. Hamfarir gærkvöldsins sýni þó að það sé ekki útilokað; snjóað hafi mikið á Vestfjörðum en líka skafið lengi af fjallinu í sömu vindátt. Veðurspá næsta sólarhrings á svæðinu: Dregur hægt úr vindi um og eftir hádegi, 10-15 m/s undir kvöld (miðvikudagskvöld) á láglendi jafnt sem í fjallahæð. Samhliða minnkandi vind dregur úr ofankomu og verður orðið úrkomulítið í kvöld, miðvikudagskvöld. Aðfaranótt fimmtudags verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið. Það hlýnar heldur er lægir og hiti verður um og jafnvel aðeins yfir frostmarki aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudag. Almannavarnir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. Af þeim sökum er erfitt að bera þau saman við fyrri flóð á svæðinu, til að mynda þau sem féllu um miðjan tíunda áratuginn, að sögn Tómasar Jóhannessonar hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar. Þó sé óhætt að fullyrða á þessari stundu að þau virðist hafa verið stór. Til stendur að senda fólk vestur með varðskipi þegar veður gengur niður, sem spár gera ráð fyrir að verði eftir hádegi. Þangað til er vaxandi snjóflóðahætta á svæðinu en þegar er búið að rýma þau hús og sveitabæi sem talið var að væru í mestri hættu. Óvissu- og hættustig vegna snjóflóðahættu hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og á Ísafirði undanfarna daga. Veðurstofan mun ekki endurmeta ofanflóðaspá fyrr en í birtingu.Sjá einnig: Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á VestfjörðumHarpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, telur í þessu samhengi að snjóflóðavarnargarðurinn á Flateyri hafi sannað gildi sitt. Í samtali við Ríkisútvarpið segir hún að sennilega hefðu snjóflóðin náð langt niður í byggð ef hans hefði ekki notið við. Það telst óalgengt að þrjú snjóflóð af þessari stærðargráðu falli með svo skömmu millibili. Hamfarir gærkvöldsins sýni þó að það sé ekki útilokað; snjóað hafi mikið á Vestfjörðum en líka skafið lengi af fjallinu í sömu vindátt. Veðurspá næsta sólarhrings á svæðinu: Dregur hægt úr vindi um og eftir hádegi, 10-15 m/s undir kvöld (miðvikudagskvöld) á láglendi jafnt sem í fjallahæð. Samhliða minnkandi vind dregur úr ofankomu og verður orðið úrkomulítið í kvöld, miðvikudagskvöld. Aðfaranótt fimmtudags verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið. Það hlýnar heldur er lægir og hiti verður um og jafnvel aðeins yfir frostmarki aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudag.
Almannavarnir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59