Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2020 12:00 Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Skýrsluna, sem er 432 blaðsíður að lengd, má sjá á vef Skipulagsstofnunar en frestur til að gera skriflegar athugasemdir er til 17. febrúar árið 2020. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi fyrir jól, sýnir þessa vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á þessu ári, 550 milljónir króna árið 2020. Hér er sýnd veglína sem gerir ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund og færslu vegarins suður fyrir ána Pennu.Grafík/Vegagerðin. Í skýrslunni eru sýndar allt að sex mismunandi leiðir á helstu vegköflum. Einn valkostanna er að grafin verði 2,7 km löng jarðgöng efst á Dynjandisheiði, frá Norðdalsdá að Neðri-Vatnahvilft. Þá eru sýndir valkostir um þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund. Þrívíddarmyndir af mismunandi útfærslum má sjá í 133 blaðsíðna fylgiskjali. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endanlegt leiðarval en Vegagerðin segir það ráðast af niðurstöðum frummatsskýrslu, framkomnum umsögnum og athugasemdum við frummatsskýrsluna og samráði við leyfisveitendur. Möguleg veglína um Dynjandisvog. Fossinn Dynjandi sést til hægri.Grafík/Vegagerðin. Kaflinn milli Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði og Vatnsfjarðar, 40 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 29 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili. Í skýrslunni er rakið að núverandi vegi um Dynjandisheiði, sem fer hæst í 503 metra hæð yfir sjó, sé ekki haldið opnum yfir háveturinn. Sama gildi um Bíldudalsveg. Eru þeir sagðir „hættulegir malarvegir, með einbreiðum brúm, kröppum beygjum og bröttum brekkum“. Möguleg veglína um Dynjandisvog, séð út voginn frá núverandi vegi.Grafík/Vegagerðin. „Samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar eru því mjög slæmar, sérstaklega á veturna. Lélegar samgöngur hafa þau áhrif að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum sækja litla þjónustu til Ísafjarðar en gríðarmikla þjónustu til Reykjavíkur. Vegurinn er eini stofnvegur landsins sem tengir saman þéttbýlisstaði og er ekki opnaður reglulega að vetrarlagi (milli Vatnsfjarðar og Þingeyrar). Bíldudalsvegi á kaflanum frá Fossi í Fossfirði að Vestfjarðavegi í Helluskarði er ekki haldið opnum að vetrarlagi,“ segir í matsskýrslu Vegagerðarinnar. Möguleg veglína niður með Svíná þar sem vegurinn liggur af Dynjandisheiði niður í DynjandisvogGrafík/Vegagerðin. „Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða með heilsársvegi um Dynjandisheiði. Heilsárs hringleið um Vestfirði mun hafa veruleg jákvæð áhrif á samfélagið á Vestfjörðum,“ segir í niðurstöðum. Stöð 2 fjallaði um verkefnið þann 1. desember síðastliðinn í frétt sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Skýrsluna, sem er 432 blaðsíður að lengd, má sjá á vef Skipulagsstofnunar en frestur til að gera skriflegar athugasemdir er til 17. febrúar árið 2020. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi fyrir jól, sýnir þessa vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á þessu ári, 550 milljónir króna árið 2020. Hér er sýnd veglína sem gerir ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund og færslu vegarins suður fyrir ána Pennu.Grafík/Vegagerðin. Í skýrslunni eru sýndar allt að sex mismunandi leiðir á helstu vegköflum. Einn valkostanna er að grafin verði 2,7 km löng jarðgöng efst á Dynjandisheiði, frá Norðdalsdá að Neðri-Vatnahvilft. Þá eru sýndir valkostir um þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund. Þrívíddarmyndir af mismunandi útfærslum má sjá í 133 blaðsíðna fylgiskjali. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endanlegt leiðarval en Vegagerðin segir það ráðast af niðurstöðum frummatsskýrslu, framkomnum umsögnum og athugasemdum við frummatsskýrsluna og samráði við leyfisveitendur. Möguleg veglína um Dynjandisvog. Fossinn Dynjandi sést til hægri.Grafík/Vegagerðin. Kaflinn milli Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði og Vatnsfjarðar, 40 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 29 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili. Í skýrslunni er rakið að núverandi vegi um Dynjandisheiði, sem fer hæst í 503 metra hæð yfir sjó, sé ekki haldið opnum yfir háveturinn. Sama gildi um Bíldudalsveg. Eru þeir sagðir „hættulegir malarvegir, með einbreiðum brúm, kröppum beygjum og bröttum brekkum“. Möguleg veglína um Dynjandisvog, séð út voginn frá núverandi vegi.Grafík/Vegagerðin. „Samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar eru því mjög slæmar, sérstaklega á veturna. Lélegar samgöngur hafa þau áhrif að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum sækja litla þjónustu til Ísafjarðar en gríðarmikla þjónustu til Reykjavíkur. Vegurinn er eini stofnvegur landsins sem tengir saman þéttbýlisstaði og er ekki opnaður reglulega að vetrarlagi (milli Vatnsfjarðar og Þingeyrar). Bíldudalsvegi á kaflanum frá Fossi í Fossfirði að Vestfjarðavegi í Helluskarði er ekki haldið opnum að vetrarlagi,“ segir í matsskýrslu Vegagerðarinnar. Möguleg veglína niður með Svíná þar sem vegurinn liggur af Dynjandisheiði niður í DynjandisvogGrafík/Vegagerðin. „Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða með heilsársvegi um Dynjandisheiði. Heilsárs hringleið um Vestfirði mun hafa veruleg jákvæð áhrif á samfélagið á Vestfjörðum,“ segir í niðurstöðum. Stöð 2 fjallaði um verkefnið þann 1. desember síðastliðinn í frétt sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00