Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka.
Í vikunni er veðurspáin þó örlítið hagstæðari en síðustu vikur og ætla slökkviliðsmenn að nota tækifærið og setja aukinn kraft í að efla varnarlínur sem ætlað er að hefta útbreiðslu eldanna.
Búist er við að hitatölur fari síðan hækkandi á ný á föstudaginn kemur og óttast menn að tveir stórir eldar sem nú brenna í nágrenni við hvorn annan muni renna saman í einn risastóran eld sem fátt verði ráðið við.
Að minnsta kosti 25 eru látnir í eldunum sem hófust í óvenjulega snemma, eða í september og milljónir dýra hafa drepist.
Þá eru loftgæði með versta móti í stórborgunum Canberra, Sydney og Melbourne og vara læknar fólk með undirliggjandi sjúkdóma, eldra fólk og börn að vera úti við.

