Icelandair sagt íhuga að semja við nýtt stéttarfélag flugfreyja Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 06:41 Stjórnendur Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að forða félaginu frá þroti. Vísir/vilhelm Komið hefur til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Þetta hefur Morgunblaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ sínum í dag. Þá íhugar Icelandair nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Þetta herma heimildir Markaðarins í Fréttablaðinu í morgun. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samninganefnd Icelandair hefur farið fram á aukið vinnuframlag fyrir sömu laun, sem FFÍ lítur á sem verulega kjaraskerðingu. Heimildir Morgunblaðsins herma nú að vel komi til greina innan Icelandair að semja við nýtt félag flugfreyja, náist ekki samningar við FFÍ. Flugfélagið vilji þann kost frekar en að fá sjálfstæða verktaka til vinnu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Þá greinir Fréttablaðið frá því í morgun, einnig samkvæmt heimildum, að Icelandair líti til þess að láta reyna á ákvæði um FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningar við félagið. Þannig yrði unnt að ráða flugfreyjur sem standa utan FFÍ. Icelandair gat ekki tjáð sig um málið við Markaðinn. Icelandair rær nú lífróður vegna faraldurs kórónuveiru, sem lamað hefur starfsemi félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur sagt að nauðsynlegt sé að semja við flugstéttir hjá félaginu svo unnt verði að forða því frá þroti. Þegar hefur verið samið við flugvirkja og flugmenn en ekki flugfreyjur. Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda FFÍ og Icelandair nú klukkan 8:30. Fundurinn mun fara fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. Fundi nefndanna sem átti að hefjast klukkan 17 í gær var frestað skömmu áður en að áætlað var að hann hæfist. Samninganefndirnar funduðu stíft í fyrradag og lauk ellefu klukkustunda viðræðum þeirra án samkomulags klukkan eitt um nótt. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26 Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Komið hefur til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Þetta hefur Morgunblaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ sínum í dag. Þá íhugar Icelandair nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Þetta herma heimildir Markaðarins í Fréttablaðinu í morgun. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samninganefnd Icelandair hefur farið fram á aukið vinnuframlag fyrir sömu laun, sem FFÍ lítur á sem verulega kjaraskerðingu. Heimildir Morgunblaðsins herma nú að vel komi til greina innan Icelandair að semja við nýtt félag flugfreyja, náist ekki samningar við FFÍ. Flugfélagið vilji þann kost frekar en að fá sjálfstæða verktaka til vinnu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Þá greinir Fréttablaðið frá því í morgun, einnig samkvæmt heimildum, að Icelandair líti til þess að láta reyna á ákvæði um FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningar við félagið. Þannig yrði unnt að ráða flugfreyjur sem standa utan FFÍ. Icelandair gat ekki tjáð sig um málið við Markaðinn. Icelandair rær nú lífróður vegna faraldurs kórónuveiru, sem lamað hefur starfsemi félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur sagt að nauðsynlegt sé að semja við flugstéttir hjá félaginu svo unnt verði að forða því frá þroti. Þegar hefur verið samið við flugvirkja og flugmenn en ekki flugfreyjur. Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda FFÍ og Icelandair nú klukkan 8:30. Fundurinn mun fara fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. Fundi nefndanna sem átti að hefjast klukkan 17 í gær var frestað skömmu áður en að áætlað var að hann hæfist. Samninganefndirnar funduðu stíft í fyrradag og lauk ellefu klukkustunda viðræðum þeirra án samkomulags klukkan eitt um nótt.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26 Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26
Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22