Fótbolti

Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úr­vals­deildinni á topp tíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kylian Mbappe á fullri ferð í leik á móti Liverpool.
Kylian Mbappe á fullri ferð í leik á móti Liverpool. Vísir/Getty

Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum en Daily Mail greinir frá þessu.. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu.

Mbappe hefur mest náð 36 kílómetrahraða á klukkustund en hann er rétt á undan Inaki Williams framherja Atletico Bilbao en hann hefur mest náð 35,7 km/klst. Ekki nafn sem margir kannast við en Man. United var sagt hafa áhuga á framherjanum síðasta sumar.

Í þriðja sætinu er svo Pierre-Emerick Aubameyang á 35.5 en hann er einn fjögurra leikmanna í enska boltanum á listanum. Aðrir eru þeir Kyle Walker í 5. sætinu (35,21 km/klst), Leroy Sane í því 6. (35,04 km/klst) og Mohamed Salah í því sjöunda (35 km/klst).

Karim Bellarabi leikmaður Bayer Leverkusen er í fjórða sætinu en annar leikmaður þýska boltans, Kingsley Coman, sem leikur fyrir þýsku meistarana í Bayern er í 8. sætinu. Annar leikmaður Bayern, Álvaro Odriozola, er í 9. sætinu og Nacho Fernandez leikmaður Real er í því tíunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×