Forsætisráðherra hyggst leggja fram auðlindarákvæði næsta haust Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2020 19:00 Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá. Í fréttum okkar hefur komið fram hörð gagnrýni á að eigendur Samherja hafi framselt nánast alla hlutabréfaeign í félaginu til afkomenda sinna þar sem í því felist framsal á kvóta til næstu kynslóðar. Þá hefur komið fram að ef auðlindarákvæði væri komið í stjórnarskrá væri hægt að koma í veg fyrir að aflaheimildir erfist með slíkum hætti. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að auðlindarákvæði en frekari vinna á eftir að fara fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram auðlindarákvæði í stjórnarskrá á næstu mánuðum. „Stefna mín er að á komandi hausti verði lagt fram ákvæði um að náttúruauðlindir Íslands verði skilgreindar í þjóðareign í stjórnarskrá. Afnotarétturinn af þeim sé ekki afhentur með varanlegum hætti og kveðið verði á um gjaldtöku á auðlindum sem nýttar eru í ábataskyni og eru í þjóðareign. Þetta hefur verið eitt af stóru málunum í íslenskum stjórnmálum en ég held að það sé til mjög mikils að vinna að ná sem breiðastri samstöðu um að slíkt ákvæði fari inn í stjórnarskrá og marki þannig leiðina fyrir löggjafann á komandi árum “ segir Katrín. Vitlaust gefið í upphafi Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði segir að upphaflegur tilgangur kvótakerfisins hafi verið allt annar en sá að afkomendur þeirra sem fari með aflaheimildirnar erfi þær. „Það var ekki ætlun löggjafans þegar kvótakerfið var sett á að framsal af þessu tagi gæti átt sér stað. Þegar framsal var svo leyft nokkrum árum eftir að kvótakerfið var sett á var það reist á alvarlegum misbresti sem fólst í því að frjálst framsals getur ekki virkað ef það var vitlaust gefið í upphafi. Það , segir Þorvaldur. Alþingi á harðahlaupum frá þjóðarviljanum Þorvaldur var fulltrúi í Stjórnlagaráði sem skilaði drögum að stjórnarskrá árið 2012. Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drögin sama ár kaus um 83% kjósenda að auðlindarákvæði ráðsins væri lagt til grundvallar í stjórnarskrá. Þorvaldur er afar ósáttur við framgöngu stjórnvalda í málinu. „Þessari þjóðaratkvæðagreiðslu hefur Alþingi verið á harðahlaupum frá síðan árið 2012. Við sjáum sömu þróun erlendis þ.e. hvernig sérhagsmunahópargeta beitt stjórnvöldum fyrir sig til þess að grafa undan lýðræði og mannréttindum. Við getum ekki búið við það ár fram að ári að Alþingi brjóti gegn þjóðarviljanum í þessu máli eins og það hefur gert. Það er svívirðuleg framganga frá mínum bæjardyrum séð. Skýringin blasir við, útvegsfyrirtækin eru með þingmenn og þingflokka á fóðrum. Við þurfum að kortleggja ferillinn og rekja slóðina ,“ segir Þorvaldur. Segir landsmenn bera lítið úr býtum Hann segir að aðeins lítill hluti af ávinningi af fiskveiðiauðlindinni renni til þjóðarinnar. „Það liggur fyrir að um 90% af rentunni af lögmætri eign þjóðarinnar rennur í fáeina vasa og gjarnan inná reikninga í skattaskjólum. Réttur eigandi fær aðeins 10%. Þessum hlutföllum þarf að snúa við. Og það er það sem nýja stjórnarskráin með sínu auðlindarákvæði miðar að,“ segir Þorvaldur Gylfason. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07 Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá. Í fréttum okkar hefur komið fram hörð gagnrýni á að eigendur Samherja hafi framselt nánast alla hlutabréfaeign í félaginu til afkomenda sinna þar sem í því felist framsal á kvóta til næstu kynslóðar. Þá hefur komið fram að ef auðlindarákvæði væri komið í stjórnarskrá væri hægt að koma í veg fyrir að aflaheimildir erfist með slíkum hætti. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að auðlindarákvæði en frekari vinna á eftir að fara fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram auðlindarákvæði í stjórnarskrá á næstu mánuðum. „Stefna mín er að á komandi hausti verði lagt fram ákvæði um að náttúruauðlindir Íslands verði skilgreindar í þjóðareign í stjórnarskrá. Afnotarétturinn af þeim sé ekki afhentur með varanlegum hætti og kveðið verði á um gjaldtöku á auðlindum sem nýttar eru í ábataskyni og eru í þjóðareign. Þetta hefur verið eitt af stóru málunum í íslenskum stjórnmálum en ég held að það sé til mjög mikils að vinna að ná sem breiðastri samstöðu um að slíkt ákvæði fari inn í stjórnarskrá og marki þannig leiðina fyrir löggjafann á komandi árum “ segir Katrín. Vitlaust gefið í upphafi Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði segir að upphaflegur tilgangur kvótakerfisins hafi verið allt annar en sá að afkomendur þeirra sem fari með aflaheimildirnar erfi þær. „Það var ekki ætlun löggjafans þegar kvótakerfið var sett á að framsal af þessu tagi gæti átt sér stað. Þegar framsal var svo leyft nokkrum árum eftir að kvótakerfið var sett á var það reist á alvarlegum misbresti sem fólst í því að frjálst framsals getur ekki virkað ef það var vitlaust gefið í upphafi. Það , segir Þorvaldur. Alþingi á harðahlaupum frá þjóðarviljanum Þorvaldur var fulltrúi í Stjórnlagaráði sem skilaði drögum að stjórnarskrá árið 2012. Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drögin sama ár kaus um 83% kjósenda að auðlindarákvæði ráðsins væri lagt til grundvallar í stjórnarskrá. Þorvaldur er afar ósáttur við framgöngu stjórnvalda í málinu. „Þessari þjóðaratkvæðagreiðslu hefur Alþingi verið á harðahlaupum frá síðan árið 2012. Við sjáum sömu þróun erlendis þ.e. hvernig sérhagsmunahópargeta beitt stjórnvöldum fyrir sig til þess að grafa undan lýðræði og mannréttindum. Við getum ekki búið við það ár fram að ári að Alþingi brjóti gegn þjóðarviljanum í þessu máli eins og það hefur gert. Það er svívirðuleg framganga frá mínum bæjardyrum séð. Skýringin blasir við, útvegsfyrirtækin eru með þingmenn og þingflokka á fóðrum. Við þurfum að kortleggja ferillinn og rekja slóðina ,“ segir Þorvaldur. Segir landsmenn bera lítið úr býtum Hann segir að aðeins lítill hluti af ávinningi af fiskveiðiauðlindinni renni til þjóðarinnar. „Það liggur fyrir að um 90% af rentunni af lögmætri eign þjóðarinnar rennur í fáeina vasa og gjarnan inná reikninga í skattaskjólum. Réttur eigandi fær aðeins 10%. Þessum hlutföllum þarf að snúa við. Og það er það sem nýja stjórnarskráin með sínu auðlindarákvæði miðar að,“ segir Þorvaldur Gylfason.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07 Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07
Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41
Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34