Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:00 Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00