Lífið samstarf

Maraþon í mars – nýtt íslenskt sjónvarpsefni

Stöð 2 kynnir
Patrekur Jaime er 19 ára samfélagsmiðla áhrifavaldur og í þáttunum Æði fylgjum við Patreki í daglegu amstri.
Patrekur Jaime er 19 ára samfélagsmiðla áhrifavaldur og í þáttunum Æði fylgjum við Patreki í daglegu amstri.
Stöð 2 Maraþon er stútfull af spennandi efni nú í mars. Nýir íslenskir þættir og þúsundir klukkustunda af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum fyrir alla fjölskylduna. Nýtt efni bætist við í hverri viku og enginn þarf að láta sér leiðast heima. Hér er hægt að kaupa áskrift.  

Patrekur Jaime: Æði - nýr raunveruleikaþáttur

Patrekur Jaime: Æði er raunveruleikaþáttur um íslenskan áhrifavald og er þáttaröðin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Patrekur Jaime er 19 ára samfélagsmiðla áhrifavaldur, fæddur og uppalinn á Akureyri en á ættir að rekja til Chile.

Í Æði fylgjum við Patreki, eða Patta eins og vinir hans kalla hann, í daglegu amstri sem ungur maður í hröðum og síbreytilegum heimi. Við kynnumst vinum Patta og hver veit nema land verði lagt undir fót… Patrekur á sér stóra drauma og hvað sem kann að gerast, þá verður það algjört æði!

Hér er aðeins brot af því sem finna má inni á Stöð 2 Maraþon í mars:

Nostalgía

Júlíana Sara er með króníska nostalgíu og ætlar að fá útrás fyrir henni með því að gramsa í gömlum íslenskum sjónvarpsþáttum. Áhugavert verður að sjá hvaða perlur hún rekst á þar en meðal efnis sem hún tekur fyrir er t.d. Idol stjörnuleit, Ástarfleyið og Viltu vinna miljón.

Klippa: Nostalgía
 

Heimsókn

Frábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.

Klippa: Heimsókn sýnishorn
Steinda Con

Við fylgjumst með Steinda heimsækja margar af skrítnustu, skemmtilegustu og furðulegustu ráðstefnum sem haldnar eru í heiminum. Steindi fer með Hulla á Drachen Fest í Þýskalandi (sem er risastór hlutverkaleikahátíð), Önnu Svövu á Brony Con (ráðstefna fyrir aðdáendur My Little Pony), Bergi Ebba á UFO ráðstefnu í Arisona (ráðstefna um geimverur og þá sem segjast hafa hitt geimverur), betri helmingnum á Fetish Con (þarfnast ekki frekari útskýringa), Dóra DNA á óbyggðahátíð í Ástralíu og síðast en ekki síst með mömmu sinni til að keppa um heimsmeistaratitilinn í luftgítar sem fram fer í Finnlandi ár hvert.

Klippa: Steinda Con sýnishorn
Bakað með Sylvíu

Önnur þáttaröð með Sylvíu Haukdal sem töfrar fram dýrindis kökur og kræsingar ásamt því að kenna okkur galdurinn á bak við glæstar veitingar fyrir veislur og vinaboð.

Westworld

Þriðja þáttaröð þessara hörkuspennandi þátta úr smiðju J.J. Abrams, Lisu Joy og Jonathan Nolan sem byggðir eru á sögu Michaels Crichton. Við tökum strax upp þráðinn frá atburðum síðustu þáttaraðar þar Delores yfirgaf þemagarðinn sem hún hafði búið í alla sína tíð. Í raunheimum kynnist hún Calab og tilveru vélmenna utan öryggis garðsins. Maeve er hins vegar komin í nýjan Delos-garð þar sem þemað er Ítalía undir stjórn fasista í seinni heimstyrjöldinni.

Klippa: Westworld
DeadWater Fell

Breskir spennuþættir í hæsta gæðaflokki með David Tennant í aðalhlutverki. Þegar Tom Kendrick missir fjölskyldu sína í skelfilegum eldsvoða vakna grunsemdir um upptök eldsins. Í kjölfarið myndast mikil spenna og tortryggni og allir virðast hafa eitthvað að fela í því sem áður virtist friðsælt samfélag. 

Klippa: Deadwater Fell
Grand Design Australia

Frábærir þættir þar sem fylgst er með stórkostlegum endurbótum á heimilum þar sem oftar en ekki er einblínt á nútímahönnun, orkunýtni, hvernig á að hámarka nýtingu á plássi og útsýni. Hér sjáum við fjölskyldur og einstaklinga leggja allt í sölurnar til þess að eignast sitt fullkomna draumaheimili.

Klippa: Grand Design Australia sýnishorn
No Offence 3

Eftir að Deening og teymi hennar glutrar frá sér máli raðmorðingjans reynir lögreglan að bæta það upp með rannsókn á nýju, hættulegu eiturlyfi. Þegar námsmaður finnst látinn af völdum ofskömmtunar beinir Miller eiturlyfjasérfræðingur teyminu á slóðir hugsanlegrar eiturlyfjaverksmiðju.

 

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.