Stjórnin vill hætta við arðgreiðslu Arion banka Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2020 11:02 Starfsmenn Arion banka fylgjast með komu varaforseta Bandaríkjanna í fyrra. Vísir/vilhelm Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05